Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tækifæri fyrir íslenskan landbúnað að auka hlutdeild sína á matvælamarkaði
Mynd / Bbl
Fréttir 4. júní 2020

Tækifæri fyrir íslenskan landbúnað að auka hlutdeild sína á matvælamarkaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hátt í 40% af neyslu landsmanna á uppruna sinn í matvælum frá innlendum búvöruframleiðendum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur að í þessu felist mikil tækifæri fyrir íslenska bændur, bæði til að auka framleiðslu og ekki síður fjölbreytni.

Uppruni matvæla er flestum hugleikinn þegar vá steðjar að. Þetta kom í ljós í efnahagskreppunni haustið 2008 og aftur núna þegar heimsfaraldur af völdum COVID-19 hefur raskað heimsmarkaði fyrir matvæli. Nú eins og þá spyrja margir hve mikið af fæðu okkar Íslendinga við framleiðum sjálf. Þar getum við horft annars vegar til frumframleiðslu (mjólk, kjöt, fiskur, egg, grænmeti, ber, ávextir og korn) eða matvælaiðnaðar sem notar ýmist innflutt eða innlend hráefni.

Öll þessi framleiðsla er háð aðföngum sem mörg hver eru innflutt. Eigi að síður getur öflug innlend matvælaframleiðsla ásamt eðlilegum birgðum af  matvælum og aðföngum gegnt mikilvægu hlutverki þegar truflanir verða á viðskiptum landa í milli eða hefðbundnum framleiðsluferlum.

Rannsóknir á matarvenjum og fæðuframboði

Erna Bjarnadóttir.

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafa skoðað rannsóknir á matarvenjum og fæðuframboði sem Landlæknis­embættið gerir. 

„Þegar litið er á fæðuframboð er horft til innlendrar framleiðslu að frádregnum útflutningi og innfluttum matvælum bætt við. Í rannsókn Landlæknisembættisins sem gerð var árið 2007 kom í ljós að heildar fæðuframboð pr. íbúa var 3.200 kkal á mann á landinu án áfengis. Innlend matvæli voru þá talin nema 1.100 kkal á dag af framboðinu, eða 34%. 

Mikill fjöldi ferðamanna á síðustu árum skekkir hins vegar tölur um heildar fæðuframboð og því hafa þær ekki verið reiknaðar síðustu ár.

Gunnar Þorgeirsson.

Þá ber einnig að hafa í huga að innflutningur á vörum eins og kjöti og ostum hefur vaxið hröðum skrefum síðastliðin ár.

„Árið 2020 gefur möguleika á að leggja mat á fæðuframboð að nýju vegna mikillar fækkunar ferðamanna. Það verður áhugavert  að fylgjast með niðurstöðum slíkrar rannsóknar.“

Önnur leið er til að nálgast upplýsing­ar um hve mikið af matnum sem við neytum er framleiddur hér á landi.

„Landlæknisembættið gerir reglulega rannsóknir á matarvenjum Íslendinga. Slík rannsókn leiðir í ljós samsetningu á því sem við borðum af hinum mismunandi fæðuflokkum og fæðutegundum. Nýjasta rannsóknin sem er til er frá 2010–2011. Í þeirri rannsókn var neyslunni skipt milli fæðuflokka og fæðutegunda,“   segir Erna.

Þau Gunnar og Erna settu saman töflu upp úr þessum upplýsingum þar sem fyrstu tveir dálkarnir eru beint úr rannsókn Landlæknisembættisins.

„Sá fyrri sýnir hlutfall viðkomandi fæðuflokks í neyslu á hitaeiningagrunni. Þriðji dálkurinn sýnir svo nánari sundurliðun nokkurra flokka. Þannig má nefna að smjör nemur 4/7 hlutum af feitmetisneyslu. Við leyfðum okkur síðan að áætla gróflega hlut innlendra búvara í neyslunni í hverjum fæðuflokki og er sú skipting sýnd í tveimur öftustu dálkunum. Hér er t.d. reiknað með að 92% kjötneyslunnar sé innlent kjöt og  sama hlutfall fyrir osta. Þá er áætlað að 40% grænmetisneyslu sé innlent grænmeti og 2/3 af neyslu á kartöflum. Þessi einfalda aðferð gefur ívið hærri niðurstöðu en fyrri, eða að um 40% neyslunnar miðað við orku, sé innlendar búvörur.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...