Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bessastaðir og Bessastaðakirkja sem byrjað var að byggja árið 1773, en byggingu kirkjunnar lauk 1823.
Bessastaðir og Bessastaðakirkja sem byrjað var að byggja árið 1773, en byggingu kirkjunnar lauk 1823.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. október 2019

Telur Ólaf Ragnar Grímsson eiga Nóbelsverðlaun skilið fyrir að koma á samræðum svarinna fjandmanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bessastaðakirkja var þétt setin á kirkjudeginum 20. október síðast­liðinn. Ræðumaður dagsins var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Vöktu sérstaka athygli orð hans um það afrek Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, að draga stór­þjóðir heimsins og fornar óvinaþjóðir að Hringborði norð­urs­ins (Arctic Circle) ár eftir ár til að ræða framtíð norðurslóða.  
 
Hans Guðberg Alfreðsson, prestur Bessastaðakirkju, sem tilheyrir Garðaprestakalli, þjónaði fyrir altari ásamt Margréti Gunnarsdóttur djákna. Guðni ræddi sögu Bessastaða og sagðist standa í sporum Jónasar Hallgrímssonar og Gríms Thomsen í prédikunarstólnum en þeir hefðu sett svip sinn á staðinn.
 
Guðni ræddi áhrif og afrek Jesú Krists sem frelsara mann­kyns­ins og ekki síður sem mesta boðbera pólitískra áhrifa. Þá gerði Guðni hlýnun jarðar og loftslagsmálin að umræðuefni og taldi mikinn tvískinnung í gangi þar sem Ísland, rafmagnið og jarð­hitinn og landbúnaðurinn væru skólabókar­dæmi um uppskrift fyrir þjóðir heims. Hann sagði að íslenskur afreksmaður væri t.d. búinn að leggja 399 hitaveitur í Kína og þannig gæti íslensk þekking bjargað miklu. 
 
Telur Ólaf Ragnar verðugan handhafa Nóbelsverðlauna
 
Guðni taldi að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, væri að vinna mikið og sögulegt afrek með Hringborði norðurslóða. Þar sætu fornir og svarnir fjandmenn við eitt borð og ræddu breytta heimsmynd. Taldi hann að Ólafur Ragnar hlyti að standa Nóbelsverðlaunum nærri fyrir þetta framtak. 
Hann minntist Grétu Thunsberg og sagði að kannski yrði hún frelsari, allavega varaði hún heiminn við hættunni. 
 
Innflutt vatn í plastflöskum og kjötlaus landsfundur
 
Guðni sagði kirkjugestum frá heimboði þar sem honum hafi ekki verið skemmt þegar boðið var upp á að drekka innflutt vatn úr plastflösku, þegar hreint og ómengað vatn rynni úr krana heimilisins. Sagðist hann því hafa hellt úr flöskunni í vaskinn. Þá fannst  honum nýafstaðinn kjötlaus landsfundur Vinstri grænna senda álíka slæm skilaboð út í samfélagið. 
 
„Hugsið ykkur vitleysuna, við eigum besta og magnaðasta landbúnað heimsins, fjölskyldubú í hreinu mengunarlausu landi, þá heldur flokkur forsætisráðherra landsfund flokks síns og neitar að borða kjöt þá helgina sem framleitt er undir sól og regni. Enginn segir svo neitt þegar vatn er flutt inn frá London í plastflöskum og búið að fara tíu sinnum um skolpræsið, en besta vatn heimsins er í krananum í eldhúsinu heima.
 
Gamli Snati og kötturinn Brandur lifðu sældarlífi á afgöng­unum á Brúnastöðum í æsku minni, nú fá hundar og kettir mat sinn erlendis frá. Eða þá að gráðugir heildsalar hafi dregið landbúnaðarráðherra á asna­eyrunum og ætlað honum að vinna óhæfuverk. Já, þeir  fluttu hingað lambahryggi átján þúsund kílómetraleið frá Nýja-Sjálandi og til stóð að fella af þeim tollana. Þetta var aðför að sauðfjárbændum og nánast allir Íslendingar vilja íslenskt lambakjöt á diskinn sinn. Íslenskur landbúnaður er í samanburði við verksmiðjusóðabú heimsins, eins og litli rafmagnsbíllinn við hliðina á mengunartröllum ofurbílanna. Við skulum ræða þessi mál á vitrænum grundvelli, ekki með hræðsluáróðri og röngum áherslum.“ Að lokum sagði Guðni: 
 
„Nú getur og á hver maður að spyrja sjálfan sig; hvað get ég gert fyrir heiminn, en ekki hvað getur heimurinn gert fyrir mig.“ 
 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...