Það sem kom fyrir mig getur hugsanlega komið fyrir þig
Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í 4. blaði Bændablaðsins 2018 var sagt frá slysavarnaskóla í Írlandi fyrir bændur sem er nýjung á Írlandi til að sporna við slysum. Fyrir nokkrum árum voru gerð myndbönd í samvinnu við HSE á Írlandi þar sem írskir bændur sögðu frá reynslu sinni um slys sem þeir höfðu lent í og voru þessi myndbönd aðgengileg á vef HSE og Youtube.
Yfirleitt voru þetta átakanlegar sögur um mjög alvarleg slys sem viðkomandi fólk hafði lent í. Í byrjun árs 2018 tóku sig saman fjögur stór samtök og fyrirtæki í Bandaríkjunum og stofnuðu með sér samstarf sem felst í að birta frásagnir og gera myndbönd um reynslu fólks í bandaríkjunum sem hefur lent í alvarlegum slysum við störf sín í landbúnaði.
Segjum frá - við viljum ekki að þetta henti neinn annan
Verkefnið nefnist á ensku: Telling the Story Project og er með einkunarorðunum: We don’t want this to happen to anyone else (í minni þýðingu: Segjum frá - við viljum ekki að þetta henti neinn annan). Verkefnið er samstarf fjögurra samtaka og fyrirtækja, stjórnað og fjármagnað af þjóðhagsstofnun um vinnuverndarmál, landbúnað, skógrækt og veiðistofnun í um 10 ríkjum Bandaríkjanna
(NORA Agriculture, Forestry and Fishing Council NIOSH AgFF). Slóð inn á vefsíðu verkefnisins er: www.http://tellingthestoryproject.org .
Fimm öflugir samstarfsaðilar með mikla reynslu og þekkingu
Miðstöð fyrir landbúnaðaröryggi og heilsuvernd (Center for Agricultural Safety Health - CS-CASH) var stofnað árið 2011 og er í Háskólanum í Nebraska, Medical Center College of Public Health í Omaha. CS-CASH þjónar sjö ríkjum innan Bandaríkjanna og stundar fyrst og fremst rannsóknir á öndunarfærasjúkdómum, hefur eftirlit með meiðslum, gefur ráðgjöf og vinnur að forvörnum.
The Great Plains Center for Agricultural Health (GPCAH) er í University of Iowa College of Public Health í Iowa City. Var stofnað árið 1990, GPCAH er á landsvísu viðurkennd uppbyggileg stofnun um vinnuvemdarmál og forvarnir.
Öryggis- og heilsugæslustöð Upper West Midwest (UMASH), sem er í Minneapolis og stofnuð árið 2011. Þetta er þverfagleg samstarfsstofnun fimm rannsókna- og heilbrigðisstofnana með víðtæka þekkingu á heilsufari bænda og landbúnaðarslysum. Þær eru: Háskólinn í Minnesota, heilbrigðis- og háskólasviði, landbúnaðarlyf, miðstöðin Marshfield Clinic og Minnesota Department of Health.
National Farm Medicine Center (NFMC) var stofnað árið 1981 til að bregðast við heilsufarsvandamálum hjá bændum sem komu til Marshfield Clinic í Marshfield, Wisconsin. Miðstöðin einbeitir sér að rannsóknum í dreifbýli og leggur mikla áherslu á börn á bændabýlum.
Að deila óhöppum og segja frá er vanmetin forvörn
Frá því að þessu áhugaverða verkefni var hleypt af stokkunum hefur það vakið mikla athygli og hefur verkefnið verið kynnt á mjög mörgum vefmiðlum sem tengjast landbúnaði. Hafa verið settir inn tenglar sem vísa beint á vefsíðuna Telling the Story Project og á fjölmargar vefsíður bæði innan og utan Bandaríkjanna.
Allt frá því að ég byrjaði að skrifa þessa litlu forvarnarpistla hér í Bændablaðið hefur mig langað að fá sögur þeirra sem hafa lent í slysum til að byggja á forvarnir og forvarnarskrif.
Ef þú hefur lent í slysi er nokkuð öruggt að einhver annar getur lent í eins slysi. Með því að deila og segja frá slysinu er mikill möguleiki á að frásögnin geti orðið til þess að forða slysi hjá öðrum.