Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga
Fréttir 16. júlí 2015

Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Brynjar Skúlason, skógfræðingur notar athyglisverða aðferð til að flytja plöntur upp í fjall í Eyjafirði. Þar beitir hann gamalreyndu „flutningatæki“ sem nýtir einungis gras og vatn sem orkugjafa.

„Hesturinn heitir Skuggi og við eigum heima á bænum Hólsgerði í Eyjafirði og ræktum þar skóg á um 190 ha svæði sem er allt frekar bratt og skorið með mörgum lækjargiljum. Þarfasti þjónninn kemur því vel að notum hér í sveitinni og er algjörlega nauðsynlegur til að flytja plöntur upp í fjall þar sem erfitt er að koma við öðrum flutningstækjum,“ segir Brynjar Skúlason skógfræðingur.

Brynjar tekur þó skýrt fram að þetta sé ekki neitt frumkvöðlastarf hjá sér því þessari aðferð hafi verið beitt á einhverjum bæjum á Fljótsdalshéraði.  „Tækin eru fengin að láni hjá Héraðsskógum, tekur alls tuttugu og fjóra 67 gata bakka, en ég lét 14 duga í hverri ferð upp í fjall sem er sama og kemst á pallinn á 6-hjólinu. Engar bilanir, bensín og vesen, bara þramma af stað og plönturnar settar nákvæmlega þar sem á að gróðursetja þær,“ segir Brynjar.

Hann segir að Haraldur Bjarnason á Eyvindará hafi átt hugmyndina að verkfærinu og ræddi hana við starfsmenn Héraðsskóga fyrir mörgum árum.  Jóhann Þórhallsson og Sigrún Ólafsdóttir (söðlasmiður) í Brekkugerði útbjuggu klakkinn og Sveinn Óðinn Ingimarsson sauð grindurnar sem festar eru á klakkinn og eru með festingum fyrir plöntubakkana.

Skylt efni: Hestar | Skógrækt

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...