Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þjóðareign - málþing um auðlindir Íslands
Fréttir 9. apríl 2015

Þjóðareign - málþing um auðlindir Íslands

Höfundur: smh

Landvernd og áhugafólk um sjálfbæra þróun, með stuðningi ASÍ og BSRB, boða til fundar á morgun föstudag 13. apríl á Hótel Sögu um auðlindir Íslands, nýtingu þeirra, eignarhald og skiptingu auðlindaarðsins.

Dagskrá:

Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar býður gesti velkomna. Fundarstjórar: Þórarinn Eyfjörð og Stefán Jón Hafstein. Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður úr sal.

Hve mikils virði eru auðlindir í almannaeigu? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur.

Viðskipti á markaði gefa hugmynd um verðmæti sumra þeirra auðlinda sem teljast vera í almannaeigu á Íslandi, en virði annarra er nánast óþekkt. Farið verður yfir það mat sem þekkt er og rætt um álitamál í því samhengi. Jafnframt verður rætt hvernig virða mætti þær auðlindir sem ekki hafa enn verið metnar til fjár.

Skilvirk auðlindastjórnun - hvernig samræmum við ólík hlutverk ríkisins? Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur.

Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Auðlindir liggja til grundvallar öllum megin útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar; auðlindir sjávar, orkuauðlindir og stórbrotin náttúra. Ríkið fer með stór og oft illsamræmanleg hlutverk sem reglunar-, eftirlits-, vöktunar-, framkvæmda- og nýtingaraðili og sem eigandi þessara auðlinda. Mikilvægt er að skilja milli hlutverka ef tryggja á að eðlilegt tillit sé tekið til ólíkra hagsmuna - sérstaklega að hagsmunir ríkisins sem eiganda auðlinda séu ekki fyrir borð bornir.

Hvers vegna er auðlindaákvæði í stjórnarskrá mikilvægt? Svanfríður Jónasdóttir fyrrverandi alþingismaður.

Tvær auðlindanefndir og stjórnlagaráð lögðu til að sett yrði ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum. Mikill meirihluti þjóðarinnar er því samþykkur. Í erindinu verður mikilvægi þessa lýst.

Stutt kaffihlé kl. 15:00

Auðlindir og spilling á Íslandi? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur.

Í erindinu er gerður greinarmunur á spillingu, spillingarhvötum og spillingarhættum. Fjallað verður um birtingarmyndir spillingar samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á spillingu, spillingu í þeim skilningi sem nýlegar rannsóknir innan stjórnsýslu vestrænna ríkja hafa skilgreint og kalla “hina nýju tegund spillingar”. Varpað verður ljósi á þær aðstæður í vestrænum lýðræðisríkjum þar sem slík spilling fær þrifist og að lokum dregnar upp ýmsar birtingarmyndir spillingar á Íslandi í tengslum við opinbera umræðu og aðgerðir er lúta að nýtingu auðlinda þjóðarinar að meta þetta.

Arður af náttúruauðlindum, hver nýtur hans? Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri.

Hvert rennur arður af þeim auðlindum sem nýttar eru í atvinnurekstri á Íslandi? Nýtur þjóðin sem eigandi auðlindanna arðs í samræmi við það?

Málþingið fer fram þann 11. apríl frá kl. 13 - 16 á Hótel Sögu (Hekla).

Skylt efni: auðlindir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...