Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þjóðtrú tengd áramótunum
Fréttir 30. desember 2014

Þjóðtrú tengd áramótunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á nýársnótt er á margan hátt kynngimagnað andrúmsloft og hún skipar veglegan sess í íslenskri þjóðtrú. Álfar flytja búferlum, selir kasta hamnum, vatn breytist í vín, kirkjugarðar rísa, þá er óskastund og mark er takandi á öllum draumum á nýársnótt.

Á gamlárskvöld geta menn séð konuefnið sitt og konur mannsefnið með því að sitja í koldimmu herbergi og horfa í spegil. Til að þetta geti orðið þarf að fara með eldgamla þulu sem fáir kunna og ekki verður höfð eftir hér. Enginn má vita af uppátækinu og enginn má vera viðstaddur athöfnina því þá getur farið illa. Það fyrsta sem birtist í speglinum eru kynjamyndir en síðan kemur út úr honum hönd sem heldur á hníf eða einhverju vopni. Höndin kemur út þrisvar sinnum og réttir einhvern hlut að horfandanum en hann má ekki fyrir nokkurn mun taka við hlutnum því þá verður hann fyrir mikilli ógæfu. Myndirnar í speglinum fara smám saman að skýrast og að lokum birtist hin rétta mynd í nokkrar sekúndur.

Álfar og huldufólk eru mikið á ferli á nýársnótt og því er til siðs að láta ljós loga alla nóttina, einnig þótti sjálfsagt í gamla daga að skammta eitthvert góðgæti á disk og setja á afvikinn stað ef huliðsverurnar skyldu eiga leið hjá.

Kýr fá mannamál á nýársnótt og ræða saman um allt milli himins og jarðar. Einu sinni lá maður úti í fjósi á nýársnótt til að heyra um hvað kýrnar töluðu þegar þær fengu málið. Hann heyrði eina kúna segja: „Mál er að mæla.“ En þá segir önnur: „Maður er í fjósinu“, tekur þá þriðja kýrin til máls og segir: „Hann skulum við æra.“ Og sú fjórða: „Áður en ljósið kemur“. Maðurinn náði að segja heimafólki frá atburðinum um morguninn en síðan gekk hann af göflunum. Fari svo að flutt verði norskt kúakyn til landsins verður það endanlega til að æra óstöðuga að heyra kýrnar tala norsku í fjósinu á nýársnótt.

Dauðir rísa úr gröfum sínum á nýársnótt og er það kallað að kirkjugarður rísi. Hinir framliðnu koma þá upp í líkblæjum, ganga til kirkju og halda messu en hverfa síðan. Á meðan hinir látnu eru ofan jarðar eru grafir þeirra opnar og þá ganga svipir þeirra sem deyja á næsta ári í garðinn og máta sig í gröfunum.

Víða erlendis er því trúað að einstaklingar og heimilin eigi að borga upp allar skuldir fyrir áramót og hefja nýja árið kvitt við guð og menn því þá vegni einstaklingnum og heimilinu vel. Sem betur fer er þessi trú ekki í hávegum höfð hér á landi þar sem megnið af þjóðinni byrjar nýja árið með skuldabagga kreditkortanna og annarra lána á herðunum.

Gleðilegt nýtt ár.

Skylt efni: Stekkur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...