Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þriðja tilfellið af riðu
Fréttir 10. mars 2015

Þriðja tilfellið af riðu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði. Stutt er síðan riða greindist á nálægum bæ og rúmur mánuður frá því riða greindist á bæ á Vatnsnesi.

Bæirnir í Skagafirði eru í hinum forna Seyluhreppi sem er þekkt riðusvæði ásamt Sæmundarhlíð og hefur riða greinst nokkrum sinnum á þessu landsvæði undanfarin ár, síðast 2009. Nýtt tilfelli kemur því ekki á óvart. Ekki eru talin tengsl milli riðutilfellanna á Vatnsnesi og þeirra sem nú koma upp í Skagafirði.

Riða greinst á þremur búum
Á fáum vikum hefur riðuveiki greinst á þremur búum, einu á Vatnsnesi og tveimur í Skagafirði en fram að því hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Ekki eru talin faraldsfræðileg tengsl á milli tilvikanna á Vatnsnesi annars vegar og í Skagafirði hins vegar. Faraldsfræðileg tengsl gætu hins vegar verið á milli tilfellanna í Skagafirði því bæirnir eru á þekktu riðusvæði.

Aðgát bænda leiddi til greiningar
Leiða má að því líkum að fréttir af riðu hafi aukið aðgát bænda almennt og að þeir hafi orðið meðvitaðri um einkenni sjúkdómsins því bæði tilfellin í Skagafirði uppgötvuðust við grun bændanna sjálfra sem sáu einkenni í sínu fé.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...