Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt
Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2016

Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur á kjöti til Íslands nam 2.524 tonnum á árinu 2015 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Umreiknað í heila skrokka samsvaraði þetta 4.434 tonnum eða 15% af heildarkjötsölunni á Íslandi í fyrra.
 
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og Matvælastofnunar var um þriðjungur af allri nautakjötssölunni á Íslandi 2015 innfluttur, eða 32,5%. Heildarsalan á nautakjöti nam 5.350 tonnum og þar af var innlent kjöt 3.610 tonn. Innflutt nautakjöt, umreiknað í heila skrokka nam 1.740 tonnum, en nettó 1.044 tonn. 
 
Umreikningur á innflutningi í heila skrokka er til að gera tölur um innflutning samanburðarhæfar við innlendar sölutölur sem gefnar eru upp í heilum skrokkum. Innflutt kjöt er hins vegar yfirleitt úrbeinað, ýmsir hreinir vöðvar, alifuglabringur, hráefni í hakk eða beikon. Ef meta á innflutning til jafns við innlenda framleiðslu og á sömu forsendum, verður því að umreikna innflutninginn eins og um heila skrokka sé að ræða. Reiknað er með 60% nýtingarhlutfalli.
 
Um 17% alifuglakjöts innflutt og 23% svínakjöts
 
Með sömu aðferð er hlutfall innflutts alifuglakjöts 17,1% af heildarsölu alifuglakjöts á Íslandi í fyrra sem nam alls  9.898 tonnum. Nettóinnflutningur var 1.018 tonn sem umreiknast í 1.697 tonn miðað við kjöt með beini. 
 
Þá voru 12,8% af svínakjötinu innflutt, en heildarsalan samkvæmt umreiknuðum tölum nam 7.296 tonnum. Þar var nettó innflutningurinn 559 tonn sem umreiknast í 932 tonn. Ótalinn er þá innflutningur á söltuðu og reyktu kjöti og unnum kjötvörum en svínakjöt er mikilvægt hráefni í þessum afurðum. 
Ekkert var flutt inn af kindakjöti í fyrra og ekki heldur af hrossakjöti. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...