Þrjár gamlar vélar bíða uppgerðar
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þjóðminjasafn Íslands leitar nú eftir áhugasömum mönnum, (konum og körlum) sem hefðu hug á að taka til uppgerðar og varðveislu gamlar vélar sem safnið hefur í sínum fórum.
Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, hafði samband við Bændablaðið og taldi líklegt að í lesendahópi þess væri að finna einstaklinga með áhuga fyrir gömlum vélum.
Vélar sem þarfnast uppgerðar
Safnið er með í sínum fórum þrjár óskráðar vélar sem þarfnast uppgerðar. Þar er um að ræða:
- Dráttarvél af gerðinni Caterpillar 22.
- Dráttarvél af gerðinni Lanz Alldog.
- Jarðýta TD 9, árgerð 1945 (International Harvester).
Þeir sem áhuga hefðu á að taka við þeim til uppgerðar og varðveislu geta haft samband við Lilju Árnadóttur í síma 530 2284 eða GSM 898-5290. Einnig er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið: lilja@thjodminjasafn.is