Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tölvugerð mynd af nýja skipi Hafrannsóknastofnunar.
Tölvugerð mynd af nýja skipi Hafrannsóknastofnunar.
Mynd / Skipasýn
Fréttir 19. október 2021

Þrjú spænsk félög buðu í smíði hafrannsóknaskips

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þann 1. október voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrann­sóknastofnun.

Þrjú tilboð komu í smíði skipsins og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar. Á næstu vikum verður farið yfir tilboðin, þau metin og í framhaldi þess hefjast viðræður við þá sem buðu í verkið.

Tilboð sem bárust voru frá eftir­farandi skipasmíðastöðvum:
  • Asteileros Armon VIGO, S.A.
  • Construcciones Navales P. Freier, S.A.
  • Gondan

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum þá felur opnunar­skýrsla ekki í sér niðurstöðu útboðs. Í opnunarskýrslu er einungis birt heildartilboðsfjárhæð en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum. Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlega reiknivillu og að ekki er búið að meta gildi tilboða. Komi í ljós að fjárhæðir í opnunarskýrslu eru ekki réttar miðað við framsetningu tilboðsblaðs og leiðbeiningar um útfyllingu á því, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...