Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tölvugerð mynd af nýja skipi Hafrannsóknastofnunar.
Tölvugerð mynd af nýja skipi Hafrannsóknastofnunar.
Mynd / Skipasýn
Fréttir 19. október 2021

Þrjú spænsk félög buðu í smíði hafrannsóknaskips

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þann 1. október voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrann­sóknastofnun.

Þrjú tilboð komu í smíði skipsins og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar. Á næstu vikum verður farið yfir tilboðin, þau metin og í framhaldi þess hefjast viðræður við þá sem buðu í verkið.

Tilboð sem bárust voru frá eftir­farandi skipasmíðastöðvum:
  • Asteileros Armon VIGO, S.A.
  • Construcciones Navales P. Freier, S.A.
  • Gondan

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum þá felur opnunar­skýrsla ekki í sér niðurstöðu útboðs. Í opnunarskýrslu er einungis birt heildartilboðsfjárhæð en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum. Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlega reiknivillu og að ekki er búið að meta gildi tilboða. Komi í ljós að fjárhæðir í opnunarskýrslu eru ekki réttar miðað við framsetningu tilboðsblaðs og leiðbeiningar um útfyllingu á því, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...