Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þungt hljóð í bændum
Fréttir 24. ágúst 2023

Þungt hljóð í bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Það sem af er árlegri fundaferð Bændasamtaka Íslands með bændum um landið, hefur verið áberandi að þeir eru svartsýnir á starfsskilyrði stéttarinnar.

„Það sem brennur helst á bændum er endurskoðun búvörusamninganna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Hljóðið sé þungt í fólki varðandi starfsskilyrði landbúnaðarins.

„Það vantar 9–12 milljarða inn í greinina til að standa undir eðlilegum fjármagnskostnaði og launagreiðslugetu. Í endurskoðun búvörusamninga er horft til þess að ekkert nýtt fjármagn er að koma inn í samningana. Menn hafa ekki ofan í sig og á og staðan er grafalvarleg,“ segir hún og bætir við að bændur á Borgarnesfundi hafi til að mynda imprað á að mögulega væri komið að því að taka upp aðferðir Frakka og mæta með haugsugur á Austurvöll til mótmæla. „Umhverfismálin standa þó jafnvel upp úr á fundunum og að sjálfsögðu nýliðunin,“ segir Vigdís. Þá hafi talsvert verið rætt um lausagöngu sauðfjár.

Fundaferð Bændasamtakanna hófst 21. ágúst og var byrjað í Borgarnesi, þá haldið á Hvammstanga, í Skagafjörð, Eyjafjörð, á Breiðumýri og í Kelduhverfi. Þá var haldið austur fyrir og fundað á Eiðum. Í framhaldinu er efnt til funda á Mýrum, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Selfossi.

Yfirreiðinni lýkur á Vestfjörðum í mánaðarlok; á Ísafirði og Patreksfirði. Sjá dagsetningar HÉR.

Skylt efni: bændafundir

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...