Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gullkorns þurrkunar ehf.
Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gullkorns þurrkunar ehf.
Mynd / ÁL
Fréttir 21. desember 2023

Þurrkun á korni gekk vel

Höfundur: ÁL

Fyrsta starfsár Gullkorn þurrkun ehf. byrjaði með sóma og tókst nýjum eigendum vel að að læra á tækjabúnaðinn.

Þurrkstöðin

Þetta segir Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins og bóndi á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi. Á bak við fjárfestinguna standa jafnframt bændur frá Hundastapa á Mýrum, Brúarhrauni og Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, ásamt Stakkhamri í Eyja­ og Miklaholtshreppi.

Sjötíu tonn af korni fóru í gegnum þurrkstöðina í haust, en Karen segir það vel undir afkastagetu þurrkarans, sem er átján rúmmetrar að stærð. Þurrkstöðin eigi að ráða við talsvert magn þó Karen nefni ekki nákvæma tölu. Til að byrja með standi aðallega til að þurrka bygg, en svo megi skoða aðrar korntegundir.

Lélegt kornár kom í veg fyrir fulla nýtingu á þurrkstöðinni, en margir bændur hafi ýmist ekki getað sett niður sáðkorn eða ekki fengið uppskeru að neinu magni. Að þessu sinni hafi einungis þeir bændur sem stóðu á bak við kaupin nýtt stöðina en til standi að hún verði nýtt til að þjónusta fleiri bændur á svæðinu. Karen telur mikilvægt að hafa fleiri valkosti en að sýra allt bygg.

Geymsluplássið við stöðina dugði vel fyrir það korn sem þurrkað var í haust. Með kaupum á stöðinni fylgdi bíll til kornflutninga, sem opni möguleika á að blása korninu beint upp í síló heima á bæjunum. Þá ætli bændurnir að valsa korn sem verði sett í stórsekki. Stefnt sé að því að stöðin standi undir kostnaði sem allra fyrst og ætli allir eigendurnir að efla eigin kornrækt. Sárafá vandamál hafi komið upp og verkefnalistinn fyrir næsta haust sé ekki langur.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...