Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þúsund ára gömul baobab í Afríku drepast vegna veðurfarsbreytinga
Fréttir 3. júlí 2018

Þúsund ára gömul baobab í Afríku drepast vegna veðurfarsbreytinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkur af efstu baobab í Afríku hafa drepist síðustu árin. Talið er að trén, sem eru milli 1.100 og 2.500 ára gömul hafi drepist vegna veðurfarsbreytinga vegna hlýnunar jarðar.

Baobab, eða apabrauðstré eins og þau kallast á íslensku, eru gríðarlega stofnmikil og líta stundum út, vegna sérkennilegrar greinabyggingar, eins og þau standi á hvolfi með ræturnar upp í loft. Trén ná fimm til þrjátíu metra hæð og getur stofn þeirra náð ellefu metrum að þvermáli. Apabrauðstré eru í hópi með þeim blómstrandi trjám sem ná hæstum aldri í heiminum og vitað er um baobab tré sem hafa orðið ríflega 3.000 ára gömul.

Síðustu tólf ár hafa níu af þrettán elstu trjánum drepist eða drepist að hluta, að því er segir í tímaritinu Nature Plants. Óvenjulegt er að svo mörg gömul apabrauðstré drepist á svo skömmum tíma og er talið að ástæða þess séu veðurfarsbreytingar af mannavöldum.

Meðal þeirra níu trjáa sem hafa drepist eru fjögur af þeim stærstu í Afríku.

Á árunum 2005 til 2017 var safnað upplýsingum um sextíu elstu og stærstu baobab tré Afríku og trén mæld og skoðuð í bak og fyrir. Trén finnast í suðurhluta álfunnar. Aðallega í Simbabve, Namibíu, Suður-Afríku, Botsvana og Sambíu. Tilgangur rannsóknanna var meðal annars að komast af því hvernig tré ná eins háum eldri og raun ber vitni. Til þessa hafa apabrauðstré staðið af sér aldaágang dýra og lifað af skógarelda án þess að láta á sjá.

Umfangsmikill bolur trjánna safnar í sig vatni sem það geymir og nýtir á þurrkatímum. Auk þess sem trén gefa af sér aldin sem nýtt er sem fæða bæði af mönnum og dýrum. Laufið er soðið og sagt er að það bragðist eins og spínat eða þá að laufið er nýtt til lækninga. Börkurinn sem er trefjaríkur er notaður til vefnaðar í reipi, körfur, klæði og höfuðföt. 

Skylt efni: trjádauði | Afríka | Baobab

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...