Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þúsund ára gömul baobab í Afríku drepast vegna veðurfarsbreytinga
Fréttir 3. júlí 2018

Þúsund ára gömul baobab í Afríku drepast vegna veðurfarsbreytinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkur af efstu baobab í Afríku hafa drepist síðustu árin. Talið er að trén, sem eru milli 1.100 og 2.500 ára gömul hafi drepist vegna veðurfarsbreytinga vegna hlýnunar jarðar.

Baobab, eða apabrauðstré eins og þau kallast á íslensku, eru gríðarlega stofnmikil og líta stundum út, vegna sérkennilegrar greinabyggingar, eins og þau standi á hvolfi með ræturnar upp í loft. Trén ná fimm til þrjátíu metra hæð og getur stofn þeirra náð ellefu metrum að þvermáli. Apabrauðstré eru í hópi með þeim blómstrandi trjám sem ná hæstum aldri í heiminum og vitað er um baobab tré sem hafa orðið ríflega 3.000 ára gömul.

Síðustu tólf ár hafa níu af þrettán elstu trjánum drepist eða drepist að hluta, að því er segir í tímaritinu Nature Plants. Óvenjulegt er að svo mörg gömul apabrauðstré drepist á svo skömmum tíma og er talið að ástæða þess séu veðurfarsbreytingar af mannavöldum.

Meðal þeirra níu trjáa sem hafa drepist eru fjögur af þeim stærstu í Afríku.

Á árunum 2005 til 2017 var safnað upplýsingum um sextíu elstu og stærstu baobab tré Afríku og trén mæld og skoðuð í bak og fyrir. Trén finnast í suðurhluta álfunnar. Aðallega í Simbabve, Namibíu, Suður-Afríku, Botsvana og Sambíu. Tilgangur rannsóknanna var meðal annars að komast af því hvernig tré ná eins háum eldri og raun ber vitni. Til þessa hafa apabrauðstré staðið af sér aldaágang dýra og lifað af skógarelda án þess að láta á sjá.

Umfangsmikill bolur trjánna safnar í sig vatni sem það geymir og nýtir á þurrkatímum. Auk þess sem trén gefa af sér aldin sem nýtt er sem fæða bæði af mönnum og dýrum. Laufið er soðið og sagt er að það bragðist eins og spínat eða þá að laufið er nýtt til lækninga. Börkurinn sem er trefjaríkur er notaður til vefnaðar í reipi, körfur, klæði og höfuðföt. 

Skylt efni: trjádauði | Afríka | Baobab

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...