Þvagfærasýkingar úr kjúklinga- og svínakjöti
Samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn má rekja 85 prósent allra þvagfærasýkinga í Bandaríkjunum til E.coli bakteríusýkinga og átta prósent þeirra eiga uppruna sinn í kjúklinga- og svínakjöti.
Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans og læknadeild háskóla Íslands, vekur athygli á þessari staðreynd á Facebooksíðu sinni. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu One Health.
Lönd með gríðarlega mikið sýklalyfjaónæmi
Í rannsókninni voru 1.188 E. coli sýni úr fólki skoðuð og 1.923 sýni úr kjötafurðum.
Karl spyr síðan á Facebook síðu sinni: „Hvers vegna erum við þá að flytja inn frosna kjúklinga frá löndum með gríðarlega mikið sýklalyfjaónæmi í E. coli og fleiri bakteríum?“