Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ríkið á 115 jarðir sem það leigir út til búskapar. Ábúðarjarðir í eigu ríkisins eru um 3% af lögbýlum á Íslandi. Flestir ábúendur eru á sextugs- og sjötugsaldri.
Ríkið á 115 jarðir sem það leigir út til búskapar. Ábúðarjarðir í eigu ríkisins eru um 3% af lögbýlum á Íslandi. Flestir ábúendur eru á sextugs- og sjötugsaldri.
Fréttir 27. september 2017

Tilvist ábúðarjarða ríkisins auðveldar ekki nýliðun

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Gildi ábúðarjarða fyrir þjóðarhag virðist lítið og auðveldar ekki ungum bændum að hefja búskap á ríkis­jörðum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræði­stofnunar Háskóla Íslands á ábúðarkerfinu, sem unnin var að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
 
Ríkið á 115 jarðir sem það leigir út til búskapar. Ábúðarjarðir í eigu ríkisins eru um 3% af lögbýlum á Íslandi. Jarðirnar eru um allt land, en flestar að tölu eru á Austurlandi, þar sem þær eru um 9% af öllum jörðum. Flestir ábúendur eru komnir yfir miðjan aldur og var meðalaldur þeirra tæpt 61 ár 2016. Flestir voru á sextugs- og sjötugsaldri. Aðeins 20 ábúendur voru innan við fimmtugt, en 30 voru orðnir sjötugir. Af þessu má ráða að fáir hafi byrjað búskap á ábúðarjörðum á nýliðnum áratugum. 
 
Samkvæmt landbúnaðarskýrslum fyrir árið 2015 voru rekstrartekjur af jörðunum ekki fjarri meðaltekjum á öðrum búum hér á landi, eða um 10 milljónir króna. Rekstrarafgangur var hins vegar miklu minni á ábúðarjörðum, eða tæp hálf milljón að jafnaði. Eigið fé, eignir að frádregnum skuldum, er aftur á móti meira hjá ábúðarbændum en sjálfseignarbændum.
 
Svo er að sjá sem ekki sé stundaður búskapur, svo að heitið geti, á öllum ábúðarjörðum. Árið 2015 voru landbúnaðartekjur yfir einni milljón króna á 73 jörðum, eða 63% ábúðarjarðanna. Af skattframtölum frá 114 ábúðarheimilum fyrir árið 2015 má ráða að á 70 heimilum hafi ábúandi eða maki haft tekjur af atvinnurekstri – væntanlega þá landbúnaði. Þá eru laun, líkast til utan bús, talin fram af ábúendum og mökum þeirra á 66 heimilum. Lífeyrir er greiddur til 45 heimila. Rúm 40% tekna ábúenda og maka eru laun fyrir vinnu utan bús, þriðjungur hreinna tekna er af búinu, en rúmur fimmtungur er lífeyrir. Heildartekjur ábúenda og maka, að frádregnum kostnaði við búið, eru litlar, eða um 5,3 milljónir króna að jafnaði 2015. Þetta er aðeins undir meðaltekjum einstakra framteljenda hér á landi.
 
Ríkisjarðir áfram á brothættum svæðum
 
Haffræðistofnun segir að ríkið ætti að eiga áfram jarðir þar sem landbúnaður eða byggð eiga í vök að verjast eða almannahagsmunir eru að veði, en selja aðrar þegar þær losna úr ábúð eða markaðsaðstæður leyfa. Ráðuneytið óskaði í fyrra eftir því að úttektin yrði unnin svo hægt væri að leggja mat á kosti og galla þess að setja ríkisjarðir í ábúð við endurmat á stefnu ríkisins á sviði jarðarmála. Núverandi ábúðarkerfi byggir á áralangri framkvæmd á þeim skyldum og kvöðum sem koma fram í ábúðar- og jarðalögum. Þá hafa hagsmunaaðilar óskað eftir því að ábúðarkerfið verði skoðað svo stuðla megi að markvissari nýtingu jarða í eigu ríkisins í þágu landbúnaðar. 
 
Helstu niðurstöður úttektar Hagfræðistofnunar eru eftirfarandi:
  • 115 ábúðarjarðir eru í ríkiseigu.
  • Ábúðarjarðir ríkisins eru um 3% af lögbýlum á Íslandi en um 9% af jörðum á Austurlandi.
  • Gildi ábúðarjarða fyrir þjóðarhag virðist vera lítið. 
  • Ábúðarkerfið auðveldar ekki ungum bændum að hefja búskap á ríkisjörðum. 
  • Meðalaldur ábúðarbænda á ríkisjörðum er talsvert hár en aðeins um 20 einstaklingar af 115 eru innan við fimmtugt.
  • Ábúendur á ríkisjörðum hafa aðeins um þriðjung tekna sinna af landbúnaði en tveir þriðju tekna eiga sér aðrar rætur. 
  • Eiginlegur búskapur virðist aðeins stundaður á ríflega 60% jarðanna og er þar aðallega um sauðfjárrækt að ræða.
  • Heildarleigutekjur ríkisins af ábúðarjörðum eru litlar og standa ekki undir ávöxtun ríkisins af þessum eignum né nauðsynlegum rekstrarkostnaði kerfisins. 
  • Endurgjaldslaus sauðfjár- og mjólkurkvóti fylgir mörgum ábúðarjörðum sem gefur samkeppnisforskot gagnvart öðrum bændum. 
  • Núverandi ábúðarkerfi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir ríkissjóð vegna skyldu ríkisins til endurkaupa á fasteignum ábúanda við ábúðarlok og veðleyfa í jörðum vegna framkvæmda ábúandans á ábúðartíma. 
Hagfræðistofnun leggur til að þær ábúðarjarðir sem áfram verða í ríkiseigu verði leigðar út til tiltekins árafjölda með breyttu fyrirkomulagi. Þar ætti m.a. að horfa til þess að yngri bændur sem ekki reki bú annars staðar njóti forgangs til að styðja við nýliðun í greininni, segir í úttektinni.  
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...