Tímamörk óákveðin
Katrín Jakobsdóttir segir ekkert annað liggja fyrir en að hún taki að sér verkefni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra næstu vikurnar.
Á þeim tíma muni skýrast betur hversu langan tíma Svandís þurfi í veikindaleyfi og þá verði staðan endurmetin. „Það verður að segjast eins og er að þetta er töluverð viðbót fyrir mig en um leið afskaplega spennandi heimur,“ segir Katrín.
Aðspurð hvaða verkefnum hún muni forgangsraða segir Katrín frumvarp um fiskeldi vera langt komið. Hún á í samtali við haghafa í greininni og vonast hún til að koma málinu fljótlega inn í þing. Það sé mikið búið að vinna úr umsögnum frá því málið fór í samráðsgátt.
Þá nefnir hún að það þurfi að halda áfram samtali um framtíðina fyrir innlendan landbúnað sem sé mjög spennandi verkefni. Þar að auki sé mikilvægt að skoða hvað landbúnaðurinn geti lagt af mörkum til að ná markmiðum okkar í Bændasamtakanna í þeim efnum séu loftslagsmálum og að hugmyndir mjög áhugaverðar.