Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðmundur segir úkraínskan kjúkling hafa fyrst og fremst ratað inn á veitingamarkað. Ekki er skylt að upprunamerkja búvörur á veitingastöðum en þeir sem bjóða upp á mat eiga að hafa slíkar upplýsingar til reiðu samkvæmt löggjöf.
Guðmundur segir úkraínskan kjúkling hafa fyrst og fremst ratað inn á veitingamarkað. Ekki er skylt að upprunamerkja búvörur á veitingastöðum en þeir sem bjóða upp á mat eiga að hafa slíkar upplýsingar til reiðu samkvæmt löggjöf.
Mynd / Alexander Mills
Fréttir 14. júní 2023

Tollfrjálsi kjúklingurinn á veitingamarkaði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samdráttur í kaupum veitingamarkaðsins á íslenskum kjúkling bendir til þess að úkraínskt kjúklingakjöt hafi fyrst og fremst ratað til matvælafyrirtækja og veitingastaða.

Frá janúar til aprílmánaðar 2023 hafa verið flutt inn til landsins rúmlega 220 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti. Er það um 36% af öllum innflutningi á kjúklingakjöti til landsins á tímabilinu. Í apríl voru tæp 20 tonn af heilum frosnum kjúklingi flutt inn frá Úkraínu. Meðalkílóaverð þess var 356 kr. að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands.

Guðmundur Svavarsson.

Ekki kunnugt um verðlækkanir þrátt fyrir tollfrelsi

Guðmundur Svavarsson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda, segir að kjötið sé fyrst og fremst framreitt í unnum matvörum og á veitingastöðum.

„Mín tilfinning er sú að íslenskir neytendur hafi gert sér grein fyrir gæðum þessarar vöru og áhættu tengdri sýklalyfjanotkun og lágum kröfum til dýravelferðar. Þeir hafi staðið vörð um íslensku vöruna í búðum og sala úkraínska kjúklingsins hafi því orðið minni en verslunarmenn gerðu sér vonir um. Kjúklingurinn hefur því fyrst og fremst ratað inn á veitingamarkað þar sem hægt er að dulbúa hann sem íslenskan. Við sjáum dæmi um allt að 85% samdrátt í sölu til tiltekinna viðskiptavina á veitingamarkaði í apríl. Við höfum ekki séð dæmi um lækkað verð þar sem tollfrjáls kjúklingur frá Úkraínu er í boði, né heldur að uppruna sé sérstaklega getið á matseðlum,“ segir Guðmundur.

Framboð umfram sölu

Hann bendir á að af öllum innflutningnum var aðeins 40 tonn heill kjúklingur. Um 260 tonn voru beinlaus vara sem uppreiknað í heilan fugl gerir um 390 tonn. Samtals jafngildir innflutningurinn því um 430 tonn leiðrétt fyrir beinahlutfalli.

Alls voru ríflega 73 tonn af kjúklingakjöti flutt til landsins í aprílmánuði og var meðalverð þess 617 kr. Samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins var framleitt tæplega 666 tonn af kjúklingi í aprílmánuði hér á landi en sala kjúklings nam rúmum 650 tonnum. Því er framboð kjúklings umfram sölu. Innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu hófst í september á síðasta ári þegar um 16 tonn voru flutt til landsins. Innflutningurinn jókst svo hvern mánuð og náði hámarki í janúar þegar tæplega 108 tonn voru flutt inn.

Í heild hafa tæplega 300 tonn af kjúklingakjöti verið flutt til landsins og heildarinnkaupaverð þess eru tæplega 157 milljónir króna.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...