Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Tollvernd á kartöflur efld
Fréttir 19. desember 2023

Tollvernd á kartöflur efld

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hafa Norðmenn breytt frá föstu innflutningsgjaldi fyrir hvert kíló kartaflna.

Með því að láta tollinn miðast við ákveðið prósentuhlutfall af verði vörunnar vonast stjórnvöld til að styrkja stoðir innlendrar framleiðslu. Bjørn Gimming, formaður norsku bændasamtakanna, fagnar þessum breytingum. Þá er jafnframt búið að breyta tollaumhverfi á landbúnaðarafurðum eins og íssalati, gulrófum, rauðrófum og sellerí. Í viðtali á heimasíðu norsku bændasamtakanna leggur Gimming sérstaka áherslu á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið, því að breyta þurfi tollavernd á fleiri vörum til að tryggja áframhaldandi norska matvælaframleiðslu og auka sjálfsaflahlutdeild landsins.

Gagnrýnendur hafa spáð því að smásöluverð á kartöflum geti hækkað um helming, eða úr 257 íslenskum krónum upp í 515. Geir Pollestad landbúnaðarráðherra segir í frétt á heimasíðu NRK að þetta muni ekki gerast, því annars vegar hafi verið settur fram ákveðinn varnagli sem verði til þess að tollurinn falli niður ef meðalverðið fer upp fyrir ákveðið viðmiðunarverð.

Þá eru kartöflur hins vegar í samkeppni við önnur matvæli eins og hrísgrjón og pasta sem veiti kartöflubændum aðhald í verðlagningu.

Skylt efni: Kartöflur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...