Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollvernd á kartöflur efld
Fréttir 19. desember 2023

Tollvernd á kartöflur efld

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hafa Norðmenn breytt frá föstu innflutningsgjaldi fyrir hvert kíló kartaflna.

Með því að láta tollinn miðast við ákveðið prósentuhlutfall af verði vörunnar vonast stjórnvöld til að styrkja stoðir innlendrar framleiðslu. Bjørn Gimming, formaður norsku bændasamtakanna, fagnar þessum breytingum. Þá er jafnframt búið að breyta tollaumhverfi á landbúnaðarafurðum eins og íssalati, gulrófum, rauðrófum og sellerí. Í viðtali á heimasíðu norsku bændasamtakanna leggur Gimming sérstaka áherslu á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið, því að breyta þurfi tollavernd á fleiri vörum til að tryggja áframhaldandi norska matvælaframleiðslu og auka sjálfsaflahlutdeild landsins.

Gagnrýnendur hafa spáð því að smásöluverð á kartöflum geti hækkað um helming, eða úr 257 íslenskum krónum upp í 515. Geir Pollestad landbúnaðarráðherra segir í frétt á heimasíðu NRK að þetta muni ekki gerast, því annars vegar hafi verið settur fram ákveðinn varnagli sem verði til þess að tollurinn falli niður ef meðalverðið fer upp fyrir ákveðið viðmiðunarverð.

Þá eru kartöflur hins vegar í samkeppni við önnur matvæli eins og hrísgrjón og pasta sem veiti kartöflubændum aðhald í verðlagningu.

Skylt efni: Kartöflur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...