Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Tollvernd á kartöflur efld
Fréttir 19. desember 2023

Tollvernd á kartöflur efld

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hafa Norðmenn breytt frá föstu innflutningsgjaldi fyrir hvert kíló kartaflna.

Með því að láta tollinn miðast við ákveðið prósentuhlutfall af verði vörunnar vonast stjórnvöld til að styrkja stoðir innlendrar framleiðslu. Bjørn Gimming, formaður norsku bændasamtakanna, fagnar þessum breytingum. Þá er jafnframt búið að breyta tollaumhverfi á landbúnaðarafurðum eins og íssalati, gulrófum, rauðrófum og sellerí. Í viðtali á heimasíðu norsku bændasamtakanna leggur Gimming sérstaka áherslu á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið, því að breyta þurfi tollavernd á fleiri vörum til að tryggja áframhaldandi norska matvælaframleiðslu og auka sjálfsaflahlutdeild landsins.

Gagnrýnendur hafa spáð því að smásöluverð á kartöflum geti hækkað um helming, eða úr 257 íslenskum krónum upp í 515. Geir Pollestad landbúnaðarráðherra segir í frétt á heimasíðu NRK að þetta muni ekki gerast, því annars vegar hafi verið settur fram ákveðinn varnagli sem verði til þess að tollurinn falli niður ef meðalverðið fer upp fyrir ákveðið viðmiðunarverð.

Þá eru kartöflur hins vegar í samkeppni við önnur matvæli eins og hrísgrjón og pasta sem veiti kartöflubændum aðhald í verðlagningu.

Skylt efni: Kartöflur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...