Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Auður Lilja Arnþórsdóttir.
Auður Lilja Arnþórsdóttir.
Fréttir 1. mars 2021

Töluverðar líkur á að nýtt afbrigði fuglaflensu berist til Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérfræðingahópur um fuglaflensu, sem í eiga sæti fulltrúar Matvæla­stofn­unar, Tilrauna­stöðvar HÍ að Keldum og Háskóla Íslands, fylgist vel með þróun fuglaflensu í heim­inum og þá sérstaklega á vetrar- og viðkomu­stöðum íslenskra farfugla.

Auður Lilja Arnþórs­dóttir, sérgreina­dýralæknir smitsjúkdóma og faralds­fræði hjá Mast, segir í svari við fyrirspurn Bændablaðsins um möguleikann á að nýtt afbrigði fuglaflensu H5N8 berist til Íslands.
„Hópurinn álítur að töluverðar líkur séu á að hið alvarlega afbrigði veirunnar, sem nú er mest um í Evrópu, berist til landsins með villtum fuglum á næstu mánuðum, að óbreyttu.“

Í íslenskum álftum á Írlandi

„Matið er meðal annars byggt á því að veiran greindist fyrr í vetur í íslenskum álftum sem hafa vetursetu á Írlandi. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur hér á landi geri ráðstafanir til að verja fuglana sína fyrir smiti frá villtum fuglum. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi þarf að grípa til niðurskurðar á öllum fuglum á viðkomandi stað og gera sérstakar ráðstafanir um vöktun og sóttvarnir á stóru svæði umhverfis hann og aðra staði sem honum eru tengdir.“

Auður segir að afleiðingar fugla­flensu á alifuglabúum séu mjög alvarlegar og því mikils um vert að koma í veg fyrir að smit berist inn á þau.

Ítarlegar upplýsingar um fugla­flensu og mikilvægustu sótt­varnir er að finna á vef Matvæla­stofnunar. Fuglaeigendur eru hvattir til að tilkynna Matvæla­stofnun ef þeir verða varir við grunsamleg veikindi eða aukin dauðsföll meðal fuglanna. Jafnframt er almenningur beðinn um að tilkynna til stofnunarinnar ef villtir fuglar finnast dauðir, nema ef augljóst er að þeir hafi drepist af slysförum.


Tilkynningar má skrá sem ábendingu á vef Matvælastofnunar, www.mast.is, hringja í síma 530-4800 eða senda tölvupóst á mast@mast.is.

– Sjá nánar í fréttaskýringu um fuglaflensuna á bls. 20 í Bændablaðinu.

Skylt efni: Mast fuglaflensa

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...