Trausti býður sig fram gegn Gunnari
Í aðsendri grein í Bændablaðinu lýsir Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, yfir framboði til formanns samtakanna.
Á aukabúnaðarþingi 14. nóvember síðastliðinn tilkynnti Gunnar Þorgeirsson, formaður samtakanna, um að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs á Búnaðarþingi í byrjun marsmánaðar.
Gunnar var kjörinn formaður þann 3. mars árið 2020, en hann er garðyrkjubóndi á Ártanga í Grímsnesi. Trausti er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum.Samkvæmt samþykktum BÍ er
formaður kosinn á tveggja ára fresti, til tveggja ára í senn, með rafrænni kosningu allra félagsmanna. Framboðsfrestur til formannskjörs er til 22. febrúar.