Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
Fréttir 27. maí 2016

Tún eru víða illa kalin

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir og Hörður Kristjánsson
Gríðarlegt kal var í túnum við Búvelli í Aðaldal fyrir þremur árum, kalvorið mikla 2013, og var hraustlega tekið á málum, stór hluti þeirra endurunninn af krafti og með ærnum tilkostnaði.
 
Á milli 70 og 80% túna sem endurunnin voru árið 2013 eru dauð.
 
„Þetta er eitthvað misjafnt, sums staðar ágætt en annars staðar afleitt, og þar sem verst er geri ég ráð fyrir að um 80% túna séu kalin,“ segir Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöllum.
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal, segir að mörg tún séu illa kalin. Um 70–80% af túnum sem endurunnin voru vegna kals 2013 eru dauð. 
 
Dálítið kal í Skriðu
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga, en hann fékk ísáningarvél að láni og hefur farið um tún sín.
 
Þór hefur búið í Skriðu í 25 ár og hafði fyrir árið 2013 ekki þurft að glíma við afleiðingar kals áður.Sum túnanna eru verri nú en var fyrir þremur árum, en í heildina er ástandið betra en þá.
 
Ekki svo slæmt í Dunhaga
 
Nokkurt kal er í túnum Stóra- Dunhaga í Hörgárdal við Eyjafjörð.  
 
„Þetta er ekki svo slæmt hér hjá okkur, við sleppum tiltölulega vel. Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga.
 
Talsvert kal á Ströndum
 
Mikið kal er í túnum hjá Matthíasi Sævari Lýðssyni og Hafdísi Stur­laugs­dóttir í Húsavík á Ströndum. Hafdís segir að tún þar um slóðir séu víða illa kalin. 
 
„Kalið er mikið og hefur ekki verið meira síðan á kalárunum í kringum 1970. Hjá okkur eru að minnsta kosti 9 hektarar mjög illa farnir. Ekki er víst að allt verði endurræktað. Núna er búið að vinna upp 6 hektara sem voru rifnir upp í fyrra. Gert er ráð fyrir að sá þar rýgresi. Beðið er eftir úttekt til að sjá hve mikið í viðbót verði unnið upp,“ segir Hafdís. 

17 myndir:

Skylt efni: Kal

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...