Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
Fréttir 27. maí 2016

Tún eru víða illa kalin

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir og Hörður Kristjánsson
Gríðarlegt kal var í túnum við Búvelli í Aðaldal fyrir þremur árum, kalvorið mikla 2013, og var hraustlega tekið á málum, stór hluti þeirra endurunninn af krafti og með ærnum tilkostnaði.
 
Á milli 70 og 80% túna sem endurunnin voru árið 2013 eru dauð.
 
„Þetta er eitthvað misjafnt, sums staðar ágætt en annars staðar afleitt, og þar sem verst er geri ég ráð fyrir að um 80% túna séu kalin,“ segir Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöllum.
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal, segir að mörg tún séu illa kalin. Um 70–80% af túnum sem endurunnin voru vegna kals 2013 eru dauð. 
 
Dálítið kal í Skriðu
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga, en hann fékk ísáningarvél að láni og hefur farið um tún sín.
 
Þór hefur búið í Skriðu í 25 ár og hafði fyrir árið 2013 ekki þurft að glíma við afleiðingar kals áður.Sum túnanna eru verri nú en var fyrir þremur árum, en í heildina er ástandið betra en þá.
 
Ekki svo slæmt í Dunhaga
 
Nokkurt kal er í túnum Stóra- Dunhaga í Hörgárdal við Eyjafjörð.  
 
„Þetta er ekki svo slæmt hér hjá okkur, við sleppum tiltölulega vel. Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga.
 
Talsvert kal á Ströndum
 
Mikið kal er í túnum hjá Matthíasi Sævari Lýðssyni og Hafdísi Stur­laugs­dóttir í Húsavík á Ströndum. Hafdís segir að tún þar um slóðir séu víða illa kalin. 
 
„Kalið er mikið og hefur ekki verið meira síðan á kalárunum í kringum 1970. Hjá okkur eru að minnsta kosti 9 hektarar mjög illa farnir. Ekki er víst að allt verði endurræktað. Núna er búið að vinna upp 6 hektara sem voru rifnir upp í fyrra. Gert er ráð fyrir að sá þar rýgresi. Beðið er eftir úttekt til að sjá hve mikið í viðbót verði unnið upp,“ segir Hafdís. 

17 myndir:

Skylt efni: Kal

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...