Tungnaréttum flýtt um viku í haust
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallskilanefnd Biskupstungna hefur ákveðið að flýta Tungnaréttum um viku í haust, halda þær laugardaginn 10. september í stað laugardagsins 17. september.
Þetta er gert í ljósi þess að sláturleyfishafar hafa gefið út að auknar álagsgreiðslur til sauðfjárbænda verða mestar frá 31. ágúst til 16. september. Fjallreiðardagur verður laugardagurinn 3. september. Óbreyttar tímasetningar verða á seinni leitum.Stefnt er að því að Tungnaréttir verði eftirleiðis annan laugardag í september.