Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri
Mynd / Þórgnýr Dýrfjörð
Fréttir 16. júní 2016

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rafbílaeigendur nyðra voru fyrstir til að hlaða bíla sína í nýju stöðvunum en í þeim hópi eru Óskar Þór Vilhjálmsson og Auður Thorberg Jónasdóttir sem búa í Eyjafjarðarsveit og sækja vinnu til Akureyrar, 25 kílómetra leið.
 
 Þau skiptu úr fjórhjóladrifnum bensínbíl yfir í Nissan Leaf, og reyndist hann þeim vel á liðnum vetri. Óskar segir á vefsíðu Akureyrarbæjar, þar sem greint er frá nýju hraðhleðslustöðvunum, að bíllinn sé heitur á morgnana, en eyði vissulega meira rafmagni þegar frostið er komið í 20 stig. Hann fagnar hraðhleðslustöðvunum og segir þær auðvelda rafbílaeigendum lífið, einkum þeim sem fari jafnvel tvisvar á dag til Akureyrar og í heimsóknir til Dalvíkur og í Svarfaðardal. Auk þess sem það sé mikill kostur fyrir veskið að eiga rafbíl skipti aðrir kostir ekki síður máli, enginn útblástur sé frá bílunum og þeir séu hljóðlátir.
 
Vistorka í rafmagnið
 
Vistorka er norðlenskt umhverfis­fyrirtæki sem framleiðir umhverfis­vænt eldsneyti með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrirtækið framleiðir metan úr sorpi og lífdísil úr matarolíu, sem annars færi til spillis. Með samstarfinu við ON hefur fyrirtækið nú einnig haslað sér völl á sviði rafvæðingar samgangna. Vistorka er dótturfyrirtæki Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis Akureyrarbæjar og fleiri sveitarfélaga við Eyjafjörð.
 
Dýrmæt reynsla fengist
 
ON hefur verið í forystu við uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla hér á landi. 
Rúm tvö ár eru síðan ON opnaði fyrstu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, segir dýrmæta reynslu hafa fengist af rekstri þeirra. Lagt hafi verið af stað í þetta tilraunaverkefni fyrir tveimur árum því félagið vilji sjá Íslendinga nýta endurnýjanlega orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Það sé skynsamlegt bæði fyrir veskið og umhverfið.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...