Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri
Mynd / Þórgnýr Dýrfjörð
Fréttir 16. júní 2016

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rafbílaeigendur nyðra voru fyrstir til að hlaða bíla sína í nýju stöðvunum en í þeim hópi eru Óskar Þór Vilhjálmsson og Auður Thorberg Jónasdóttir sem búa í Eyjafjarðarsveit og sækja vinnu til Akureyrar, 25 kílómetra leið.
 
 Þau skiptu úr fjórhjóladrifnum bensínbíl yfir í Nissan Leaf, og reyndist hann þeim vel á liðnum vetri. Óskar segir á vefsíðu Akureyrarbæjar, þar sem greint er frá nýju hraðhleðslustöðvunum, að bíllinn sé heitur á morgnana, en eyði vissulega meira rafmagni þegar frostið er komið í 20 stig. Hann fagnar hraðhleðslustöðvunum og segir þær auðvelda rafbílaeigendum lífið, einkum þeim sem fari jafnvel tvisvar á dag til Akureyrar og í heimsóknir til Dalvíkur og í Svarfaðardal. Auk þess sem það sé mikill kostur fyrir veskið að eiga rafbíl skipti aðrir kostir ekki síður máli, enginn útblástur sé frá bílunum og þeir séu hljóðlátir.
 
Vistorka í rafmagnið
 
Vistorka er norðlenskt umhverfis­fyrirtæki sem framleiðir umhverfis­vænt eldsneyti með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrirtækið framleiðir metan úr sorpi og lífdísil úr matarolíu, sem annars færi til spillis. Með samstarfinu við ON hefur fyrirtækið nú einnig haslað sér völl á sviði rafvæðingar samgangna. Vistorka er dótturfyrirtæki Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis Akureyrarbæjar og fleiri sveitarfélaga við Eyjafjörð.
 
Dýrmæt reynsla fengist
 
ON hefur verið í forystu við uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla hér á landi. 
Rúm tvö ár eru síðan ON opnaði fyrstu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, segir dýrmæta reynslu hafa fengist af rekstri þeirra. Lagt hafi verið af stað í þetta tilraunaverkefni fyrir tveimur árum því félagið vilji sjá Íslendinga nýta endurnýjanlega orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Það sé skynsamlegt bæði fyrir veskið og umhverfið.
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...