Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Fréttir 2. mars 2018

Tvíkynhneigður, fjölþreifinn og blindur gæsasteggur fallinn frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gæsasteggurinn Thomas á Nýja-Sjálandi er látinn, fertugur að aldri. Steggurinn var ekki við eina fjölina felldur eða kyn og tegundina þegar kom að makavali. Síðustu sex ár ævinnar var hann í ástarþríhyrningi með svanapari.

Þrátt fyrir að líffræðilega sé ómögulegt að gæsir og álftir geti eignast saman unga tók Thomas fullan þátt í útungun og ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.

Steggurinn Thomas tók snemma upp á því að aðgreina sig frá öðrum gæsum og kaus félagsskap með svörtum svansstegg sem kallaðist Henry og deildu þeir lífinu saman í 24 ár. Meðan á samvistum Thomasar og Henry stóð tók Henry upp samband við kvenkyns álft sem kölluð er Henrietta. Þrátt fyrir það hélt Thomas samvistum við Henry og studdi álftaparið við ungauppeldið.

Þegar svanurinn Henry lést hélt Thomas sér með Henriettu í nokkur ár.

Frá 2013 hefur Thomas búið á griðlandi fyrir fugla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Smám saman fór sjón hans versnandi sökum aldurs og undir lokin var hann blindur. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og verður sárt saknað, að sögn talsmanns fuglaverndunarsvæðisins. „Thomas var að mörgu leyti kynlegur fugl og starfsmönnunum þótti afar vænt um hann og gættu hans einstaklega vel og hans verður sárt saknað. Thomas verður jarðsettur við hlið sálufélaga síns, Henrys, í grafreit verndarsvæðisins.“

Skylt efni: Gæsir | álftir

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...