Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ökumaður stígur pedala til að hjálpa upp á afl rafmótora.
Ökumaður stígur pedala til að hjálpa upp á afl rafmótora.
Fréttir 10. júní 2020

Tvíorkuhjól knúin mannafli og rafmagni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Reiðhjól gætu mögulega verið að öðlast veigameiri sess sem flutningatæki ef hönnun Bio-Hybrid á tvinnhjóli, sem knúið er jöfnum höndum af mannafli og rafmagni, nær fótfestu.
 
Bio-Hybrid hjólin fengu um­­hverfis­verðlaunin Green Concept Award 2020 í keppni um náttúruvæna framleiðslu, eða Green Product Award, sem stofnað var til í samstarfi við IKEA árið 2013. 
 
Henta vart til aksturs á þýskum hraðbrautum
 
Þýsk umferðarmenning utan þéttbýlis er helst þekkt fyrir sína þjóðvegi og hraðbrautir undir nafninu „Autobahn“. Tvíorkureiðhjól sem ganga fyrir mannafli og raforku verða seint talin heppilegur fararskjóti á slíkum vegum. Enda komast þau ekki nema á 25 kílómetra hraða. Þá  vega þau vart meira en 80 kg fyrir utan ökumann svo flutningabíll eða rúta sem fram hjá þeim æki á þokkalegri ferð myndi auðveldlega geta feykt þeim út af veginum. 
 
Með 50 til 100 km drægni
 
Bio-Hybrid hjólin eru í raun fjór­hjól og eru 85 sentímetrar að heildarbreidd og  2,1 metri að lengd, þ.e. hjól fyrir ökumann og einn farþega. Bio-Hybrid pallhjólin eru með styttra húsi og aðeins með pláss þar fyrir ökumann. Ökudrægni hjólanna með hjálparafli mannsins er um 50–100 km. Þau eru á 24 tommu hjólum og hámarkshraði er 25 km á klukkustund. Af reiðhjólum hafa þau þá sérstöðu að vera með bakkgír.  
 
Spáð 22,5% hlutdeild í flutningum
 
Það sem eykur möguleika þessarar hönnunar eru mögulega breyttar umferðarreglur sem samþykktar voru í Bundesrat, efri deild þýska þingsins, í febrúar síðastliðnum.  Reglurnar miða að því að gera umferðarlögin reiðhjólavænni en verið hefur. Er það sérstaklega talið hafa þýðingu fyrir hjól sem gerð eru fyrir flutninga á vörum. Þá verður þeim heimilt að leggja í vegköntum sem öðrum ökutækjum hefur ekki verið heimilt. Reiðhjólaflutningasamtök Þýskalands (German Bicycle Logistics Association - RLVD) hafa fagnað þessum breytingum. 
 
Er því nú spáð að 22,6% vöruflutninga, sem áður fóru fram með hefðbundnum vélknúnum ökutækjum, færist yfir í útblástursfrí flutningahjól. 
 
Brautryðjandinn í Hveragerði
 
Rafknúin farartæki á þremur hjól­um hafa verið að ná fótfestu á Íslandi, samanber hjól pitsusendla og farartæki póstburðarfólks, sem eru orðin áberandi á götum höfuðborgar­svæðisins. Þá hefur Svavar Kristinsson, sem rekið hefur fyrirtækið Rafhjól og fylgihluti í Hveragerði, verið mikill brautryðjandi í því að afla rafhjólum vinsælda á Íslandi. Þar hefur einkum verið um að ræða þríhjól sem ekki síst eru hugsuð til að auka hreyfimöguleika fólks með skerta hreyfigetu sem og aldraðra. Sú viðleitni hefur reyndar smitast mjög út meðal almennings og þykja þau líka henta vel fyrir kylfinga á golfvöllum. Hjólin frá Rafhjólum og fylgihlutum eru hins vegar eingöngu rafknúin og eru auk þess mun öflugri en þýsku Bio-Hybrid tvinnorkuhjólin. Þau eru til fastsett miðað við 25 km, en geta sum náð 45 og jafnvel allt að 70 km hraða, en eru þá skráningarskyld.  
 
Farþegaflutningar á rafreiðhjólum háðir lágmarksaldri ökumanns
 
Nái lagabreytingin fram að ganga í Þýskalandi verða teknar upp sérmerkingar fyrir slík flutningatæki og reyndar reið Berlínarborg þar á vaðið strax árið 2019. Hjólunum er þó ekki eingöngu ætlað að flytja vörur því þau geta allt eins flutt farþega. Takmarkanir á því verða þó enn við lýði því ökumaður Bio-Hybrid reiðhjóls verður að vera minnst 16 ára að aldri til að mega flytja farþega. 
 
Reiðhjóla-hraðbrautir
 
Lögin gera ráð fyrir að sett verði í umferðarlög sá möguleiki að leggja reiðhjóla-hraðbrautir á lengri leiðum við hlið akvega sem verði sérmerktar fyrir hraðfara reiðhjól og kallist á þýsku „Radschnellweg“. Hvort Bio-Hybrid hjól með hámarkshraða upp á 25 km verði leyft að aka á slíkum brautum skal ósagt látið. 
 

Skylt efni: tvíorka | rafmagnshjól

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...