Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur
Fréttir 27. apríl 2018

Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hefur komist í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með rangar upprunamerkingum er að finna í verslunum og á veitingahúsum í Evrópu og víðar um heim.

Evrópulögreglan, Europol, hefur í samvinnu við Interpol unnið að rannsókn málsins undanfarna mánuði og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að glæpastafsemi sem felur í sér sölu á skemmdum matvælum fari vaxandi í Evrópu.

Frá því í desember á síðasta ári hefur stafshópur alþjóðalögreglunar rannsakað mál í 67 löndum lagt hönd á 41.000 matvörur í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkinga og eru taldar hættulegar til neyslu.

Vel á áttunda hundrað manns hafa verið handteknir vegna rannsóknanna.

Noregur er meðal þeirra landa sem hafa mátt þola rannsókn og beinist athyglin þar að auka- og litarefnum í túnfiski. Í mörgum sýnum reyndist magn þeirra efna langt yfir viðmiðunarmörkum.

Víða fannst kjöt til sölu sem var komið vel yfir síðasta leyfilega söludag og jafnvel farið að slá í og kjöt sem ekki var það sem það var sagt vera. Til dæmis hrossakjöt sem selt var sem nautakjöt.

Samkvæmt upplýsingum Europol er um fimm milljón túnfisk máltíða neytt í viku hverri í Evrópu eða um 25 þúsund tonn á ári. Talið er að svik sem tengjast sölu á túnfiski í álfunni jafngildi um 25 milljörðum íslenskra króna á ári.

Dæmi um falska merkinga er ítölsk parmaskinka sem meðal annars er seld á veitingahúsum í Danmörk en framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk.
 

Skylt efni: Matarskandall

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...