Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur
Fréttir 27. apríl 2018

Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hefur komist í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með rangar upprunamerkingum er að finna í verslunum og á veitingahúsum í Evrópu og víðar um heim.

Evrópulögreglan, Europol, hefur í samvinnu við Interpol unnið að rannsókn málsins undanfarna mánuði og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að glæpastafsemi sem felur í sér sölu á skemmdum matvælum fari vaxandi í Evrópu.

Frá því í desember á síðasta ári hefur stafshópur alþjóðalögreglunar rannsakað mál í 67 löndum lagt hönd á 41.000 matvörur í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkinga og eru taldar hættulegar til neyslu.

Vel á áttunda hundrað manns hafa verið handteknir vegna rannsóknanna.

Noregur er meðal þeirra landa sem hafa mátt þola rannsókn og beinist athyglin þar að auka- og litarefnum í túnfiski. Í mörgum sýnum reyndist magn þeirra efna langt yfir viðmiðunarmörkum.

Víða fannst kjöt til sölu sem var komið vel yfir síðasta leyfilega söludag og jafnvel farið að slá í og kjöt sem ekki var það sem það var sagt vera. Til dæmis hrossakjöt sem selt var sem nautakjöt.

Samkvæmt upplýsingum Europol er um fimm milljón túnfisk máltíða neytt í viku hverri í Evrópu eða um 25 þúsund tonn á ári. Talið er að svik sem tengjast sölu á túnfiski í álfunni jafngildi um 25 milljörðum íslenskra króna á ári.

Dæmi um falska merkinga er ítölsk parmaskinka sem meðal annars er seld á veitingahúsum í Danmörk en framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk.
 

Skylt efni: Matarskandall

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...