Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Horft til Spákonufells. Þegar hefur verið gróðursett í um 25 hektara lands af þeim 140 sem skógræktarsvæðið allt mun ná yfir. Félagið On Tree Planted leggur fram um 19 milljónir króna vegna verkefnisins.
Horft til Spákonufells. Þegar hefur verið gróðursett í um 25 hektara lands af þeim 140 sem skógræktarsvæðið allt mun ná yfir. Félagið On Tree Planted leggur fram um 19 milljónir króna vegna verkefnisins.
Fréttir 7. júní 2021

Um 180 þúsund trjáplöntur verða gróðursettar í hlíðum Spákonufells

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls verða gróðursettar 180 þúsund trjáplöntur í hlíðum Spákonufells ofan við þéttbýlið á Skagaströnd samkvæmt samningi á milli Skógræktarinnar og One Tree Planted. Hafist verður handa næsta vor, 2022, en verkefninu lýkur haustið 2024. Í kjölfarið mun vaxa upp skógur sem nýtist m.a. íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.

Unnið verður við gróðursetn­ing­una næstu þrjú árin en plantað verður í um 140 hektara lands í neðanverðum hlíðum Spákonufells. Sveitarfélagið Skagaströnd á landið og þegar hefur verið gróðursett í um það bil 25 hektara lands. Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar.

Blandskógur með birki, greni og ösp

Í samningnum við One Tree Planted er gert ráð fyrir að skógurinn verði blandskógur með birki, sitkagreni og alaskaösp en aðrar tegundir koma síður til greina í upphafi, enda eru sumrin svöl og vetrarveður geta orðið hörð. Hluta svæðisins þarf að jarðvinna fyrir gróðursetningu. Þegar fram líða stundir og skógurinn fer að mynda skjól má auka fjölbreytnina með fleiri trjátegundum sem gera meiri kröfur en stuðla að aukinni líffjölbreytni á svæðinu.

Framlag upp á 19 milljónir króna

Framlag One Tree Planted til verkefnisins nemur um 150.000 Bandaríkjadollurum sem er hátt í nítján milljónir íslenskra króna. Samningurinn er án skuldbindinga annarra en þeirra að skóginum verði komið upp og honum viðhaldið til framtíðar, að því er fram kemur á vef Skógræktarinnar.

One Tree Planted hefur áður gert samning við Skógræktina um sambærilegt verkefni að Ormsstöðum í Breiðdal, en félagið býður almenningi, félögum og fyrirtækjum um heim allan að kaupa tré til gróðursetningar á samningssvæðum þess víða um lönd. Markmið félagsins er að auka skóglendi á jörðinni og er áhersla lögð á samfélagslegan ávinning á viðkomandi svæði, auk jákvæðra áhrifa á umhverfi og loftslag.

11 kílómetrar af miserfiðum stígum

Forsaga þessa verkefnis er að á liðnu ári var undirritaður samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skógræktarinnar um skógrækt á svæðinu en heimafólk óskaði eftir samstarfinu til að efla samfélagið og umhverfi þess. Stígakerfi verður lagt um skógræktarsvæðið sem bæði auðveldar vinnu við framkvæmd skógræktarinnar og fjölgar útivistarmöguleikum. Alls er gert ráð fyrir að leggja yfir 11 kílómetra af stígum. Gönguleiðum fjölgar verulega og verða þær miserfiðar og mislangar þannig að þær henti mismunandi hópum. Þegar skógurinn vex úr grasi skapast skjól sem eykur veðursæld í og við skógræktarsvæðið auk kolefnisbindingar, framtíðarnytja og annarra verðmæta sem fylgja skógrækt.

Skylt efni: trjáplöntur | Spákonufell

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...