Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Horft til Spákonufells. Þegar hefur verið gróðursett í um 25 hektara lands af þeim 140 sem skógræktarsvæðið allt mun ná yfir. Félagið On Tree Planted leggur fram um 19 milljónir króna vegna verkefnisins.
Horft til Spákonufells. Þegar hefur verið gróðursett í um 25 hektara lands af þeim 140 sem skógræktarsvæðið allt mun ná yfir. Félagið On Tree Planted leggur fram um 19 milljónir króna vegna verkefnisins.
Fréttir 7. júní 2021

Um 180 þúsund trjáplöntur verða gróðursettar í hlíðum Spákonufells

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls verða gróðursettar 180 þúsund trjáplöntur í hlíðum Spákonufells ofan við þéttbýlið á Skagaströnd samkvæmt samningi á milli Skógræktarinnar og One Tree Planted. Hafist verður handa næsta vor, 2022, en verkefninu lýkur haustið 2024. Í kjölfarið mun vaxa upp skógur sem nýtist m.a. íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.

Unnið verður við gróðursetn­ing­una næstu þrjú árin en plantað verður í um 140 hektara lands í neðanverðum hlíðum Spákonufells. Sveitarfélagið Skagaströnd á landið og þegar hefur verið gróðursett í um það bil 25 hektara lands. Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar.

Blandskógur með birki, greni og ösp

Í samningnum við One Tree Planted er gert ráð fyrir að skógurinn verði blandskógur með birki, sitkagreni og alaskaösp en aðrar tegundir koma síður til greina í upphafi, enda eru sumrin svöl og vetrarveður geta orðið hörð. Hluta svæðisins þarf að jarðvinna fyrir gróðursetningu. Þegar fram líða stundir og skógurinn fer að mynda skjól má auka fjölbreytnina með fleiri trjátegundum sem gera meiri kröfur en stuðla að aukinni líffjölbreytni á svæðinu.

Framlag upp á 19 milljónir króna

Framlag One Tree Planted til verkefnisins nemur um 150.000 Bandaríkjadollurum sem er hátt í nítján milljónir íslenskra króna. Samningurinn er án skuldbindinga annarra en þeirra að skóginum verði komið upp og honum viðhaldið til framtíðar, að því er fram kemur á vef Skógræktarinnar.

One Tree Planted hefur áður gert samning við Skógræktina um sambærilegt verkefni að Ormsstöðum í Breiðdal, en félagið býður almenningi, félögum og fyrirtækjum um heim allan að kaupa tré til gróðursetningar á samningssvæðum þess víða um lönd. Markmið félagsins er að auka skóglendi á jörðinni og er áhersla lögð á samfélagslegan ávinning á viðkomandi svæði, auk jákvæðra áhrifa á umhverfi og loftslag.

11 kílómetrar af miserfiðum stígum

Forsaga þessa verkefnis er að á liðnu ári var undirritaður samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skógræktarinnar um skógrækt á svæðinu en heimafólk óskaði eftir samstarfinu til að efla samfélagið og umhverfi þess. Stígakerfi verður lagt um skógræktarsvæðið sem bæði auðveldar vinnu við framkvæmd skógræktarinnar og fjölgar útivistarmöguleikum. Alls er gert ráð fyrir að leggja yfir 11 kílómetra af stígum. Gönguleiðum fjölgar verulega og verða þær miserfiðar og mislangar þannig að þær henti mismunandi hópum. Þegar skógurinn vex úr grasi skapast skjól sem eykur veðursæld í og við skógræktarsvæðið auk kolefnisbindingar, framtíðarnytja og annarra verðmæta sem fylgja skógrækt.

Skylt efni: trjáplöntur | Spákonufell

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...