Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um 30% fækkun í landselsstofninum
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. mars 2015

Um 30% fækkun í landselsstofninum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Niðurstöður talninga á landsel í nokkrum helstu landselslátrum hér við land á liðnu sumri benda til að fækkað hafi um 30% í stofninum árlega frá árinu 2011 til 2014. 
 
Talið var á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í júlí, ágúst og september. Þetta kemur fram í skýrslu um niðurstöður talninga á landsel úr lofti árið 2014 og birt er á vef Selaseturs Íslands. 
 
Við talninguna var notast við Cessna yfirþekju flugvélar, þyrilvængju Landhelgisgæslunnar og ómannaðs loftfars eða svokallað flygildi. Verkefnið var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.
 
Fram kemur í skýrslunni að samanborið við niðurstöður talninganna 2011, þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru í fyrrasumar yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að fækkað hafi í stofninum um 30 prósent árlega á tímabilinu 2011–2014, en 2011 var samkvæmt mati talið að um 11–12.000 dýr væru í stofninum.  
 
„Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hins vegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin fjögur ár frá síðustu sambærilegu talningu,“ segir á vef Selaseturs. 

Skylt efni: Selasetur | landselur

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...