Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um 30% fækkun í landselsstofninum
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. mars 2015

Um 30% fækkun í landselsstofninum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Niðurstöður talninga á landsel í nokkrum helstu landselslátrum hér við land á liðnu sumri benda til að fækkað hafi um 30% í stofninum árlega frá árinu 2011 til 2014. 
 
Talið var á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í júlí, ágúst og september. Þetta kemur fram í skýrslu um niðurstöður talninga á landsel úr lofti árið 2014 og birt er á vef Selaseturs Íslands. 
 
Við talninguna var notast við Cessna yfirþekju flugvélar, þyrilvængju Landhelgisgæslunnar og ómannaðs loftfars eða svokallað flygildi. Verkefnið var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.
 
Fram kemur í skýrslunni að samanborið við niðurstöður talninganna 2011, þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru í fyrrasumar yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að fækkað hafi í stofninum um 30 prósent árlega á tímabilinu 2011–2014, en 2011 var samkvæmt mati talið að um 11–12.000 dýr væru í stofninum.  
 
„Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hins vegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin fjögur ár frá síðustu sambærilegu talningu,“ segir á vef Selaseturs. 

Skylt efni: Selasetur | landselur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...