Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár.

Um 95 prósent sauðfjárbúa hafa skilað haustskýrslum fyrir síðasta ár miðað við skil árið 2021.

Í upplýsingum ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að hlutfall þeirra sem hafa þegar skilað skýrslum sé enn hærra, ef tekið er tillit til þeirra sem eru hættir frá fyrra ári.

Fullorðnum ám fækkar úr rúmum 301 þúsund niður í rúm 288 þúsund. Ásettum lambgimbrum úr rúmum 66 þúsund niður í rúm 60 þúsund, sem gera um níu prósenta fækkun.

Eftirfylgni með skilum á haustskýrslum stendur nú yfir í ráðuneytinu og má gera ráð fyrir að því ljúki um miðjan apríl.
Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 387.758 íbúar á Íslandi þann 1. janúar 2023.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...