Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár.

Um 95 prósent sauðfjárbúa hafa skilað haustskýrslum fyrir síðasta ár miðað við skil árið 2021.

Í upplýsingum ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að hlutfall þeirra sem hafa þegar skilað skýrslum sé enn hærra, ef tekið er tillit til þeirra sem eru hættir frá fyrra ári.

Fullorðnum ám fækkar úr rúmum 301 þúsund niður í rúm 288 þúsund. Ásettum lambgimbrum úr rúmum 66 þúsund niður í rúm 60 þúsund, sem gera um níu prósenta fækkun.

Eftirfylgni með skilum á haustskýrslum stendur nú yfir í ráðuneytinu og má gera ráð fyrir að því ljúki um miðjan apríl.
Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 387.758 íbúar á Íslandi þann 1. janúar 2023.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...