Um þúsund tonna minni kartöfluuppskera á síðasta ári
Hagstofa Íslands birti á dögunum uppskerutölur um korn- og grænmetisframleiðslu síðasta árs. Til samanburðar eru birtar uppskerutölur fyrir árið 2020. Kartöfluuppskera síðasta árs var um þúsund tonnum minni á síðasta ári, tæpum 14 prósentum.
Skýrist það meðal annars af kartöflumyglu sem herjaði á sunnlenska kartöflugarða síðasta sumar.
Spergilkálsuppskeran jókst um 86 prósent
Af þeim tegundum þar sem uppskerumagn jókst hvað mest má nefna að spergilkálsuppskeran jókst um tæp 86 prósent, salatuppskera um 19 prósent, 17 prósenta aukning var í blómkáli, en 14 prósenta aukning var í agúrkum og gulrótum. Tómatauppskera jókst um sex prósent og kornuppskera um tæp þrjú prósent.
Kínakálsuppskeran dróst saman um 48 prósent og rófuuppskeran um 41 prósent.