Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu
Fréttir 12. maí 2020

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir - Nationen
Umhverfisflokkurinn í Noregi krefst þess nú að landið verði í fararbroddi við að stöðva verslun með villt dýr á alþjóðavísu. Í kjölfar kórónavírussins, sem átti upptök sín í Hubei-héraðinu í Kína, hafa stjórnvöld þar í landi nú bannað framleiðslu og sölu á villtum dýrum til matvælaneyslu. Talið er að smitið eigi upptök sín á matarmarkaði í bænum Wuhan í gegnum leðurblökur sem fólk neytti. 
 
Sigrid Z. Heiberg.
Nú hefur norski umhverfis­flokkur­inn farið fram á þingi þar í landi og krefst þess að Noregur fari fram í að fylgja þessu banni eftir á alþjóðavísu og benda á nokkrar ástæður fyrir því, ekki eingöngu að það geti valdið heimsfaraldri heldur einnig til smita til húsdýra. Þau benda einnig á að slík verslun valdi tapi á náttúru sem ógnar lífríkinu því þetta hafi áhrif á frævun, flóðavarnir, drykkjarvatnssíun og stjórnun á meindýrum svo fátt eitt sé nefnt. Slíkt bann við sölu á þessum dýrum mun ekki leggja nein mörk á landbúnað eða þróun hans, einungis stöðva ákveðna starfsemi sem er mjög skaðleg og án þess að það hafi áhrif á hagkerfi í heild sinni. 
 
Í Kína er fyrst um sinn bannað að selja villt dýr til neyslu en enn er leyfilegt að selja villt dýr til vísindarannsókna, í lyfjaframleiðslu og til sýningar en hér er búið að setja á ákveðnar takmarkanir. 
 
„Allar tegundir, líka við mannfólkið, erum háð náttúrunni til að lifa af. Nýir sjúkdómar og heimsfaraldrar eru einungis einn af þeim þáttum sem náttúran slær til baka eftir að mannfólkið hefur nýtt sér dýr og eyðilagt náttúruna. Slík verslun með dýr er ekki eingöngu vandamál í Kína heldur um allan heim sem leiðir ekki eingöngu af sér þjáningar fyrir blessuð dýrin heldur einnig til þess að tegundir deyja út og þá er hinn mikilvægi líffræðilegi fjölbreytileiki eyðilagður sem við mannfólkið erum háð og er bein ógn við velferð okkar um allan heim. Við megum engan tíma missa og verðum að grípa til aðgerða þegar í stað, á síðustu fjórum áratugum hefur jörðin misst 60 prósent af flokkum villtra dýra og við stöndum frammi fyrir sjöttu fjöldaútrýmingunni í sögu jarðarinnar. Síðast gerðist það þegar risaeðlunum var útrýmt fyrir 65 milljón árum síðan,“ segir Sigrid Z. Heiberg hjá norska umhverfisflokknum. 
 
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...