Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu
Fréttir 12. maí 2020

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir - Nationen
Umhverfisflokkurinn í Noregi krefst þess nú að landið verði í fararbroddi við að stöðva verslun með villt dýr á alþjóðavísu. Í kjölfar kórónavírussins, sem átti upptök sín í Hubei-héraðinu í Kína, hafa stjórnvöld þar í landi nú bannað framleiðslu og sölu á villtum dýrum til matvælaneyslu. Talið er að smitið eigi upptök sín á matarmarkaði í bænum Wuhan í gegnum leðurblökur sem fólk neytti. 
 
Sigrid Z. Heiberg.
Nú hefur norski umhverfis­flokkur­inn farið fram á þingi þar í landi og krefst þess að Noregur fari fram í að fylgja þessu banni eftir á alþjóðavísu og benda á nokkrar ástæður fyrir því, ekki eingöngu að það geti valdið heimsfaraldri heldur einnig til smita til húsdýra. Þau benda einnig á að slík verslun valdi tapi á náttúru sem ógnar lífríkinu því þetta hafi áhrif á frævun, flóðavarnir, drykkjarvatnssíun og stjórnun á meindýrum svo fátt eitt sé nefnt. Slíkt bann við sölu á þessum dýrum mun ekki leggja nein mörk á landbúnað eða þróun hans, einungis stöðva ákveðna starfsemi sem er mjög skaðleg og án þess að það hafi áhrif á hagkerfi í heild sinni. 
 
Í Kína er fyrst um sinn bannað að selja villt dýr til neyslu en enn er leyfilegt að selja villt dýr til vísindarannsókna, í lyfjaframleiðslu og til sýningar en hér er búið að setja á ákveðnar takmarkanir. 
 
„Allar tegundir, líka við mannfólkið, erum háð náttúrunni til að lifa af. Nýir sjúkdómar og heimsfaraldrar eru einungis einn af þeim þáttum sem náttúran slær til baka eftir að mannfólkið hefur nýtt sér dýr og eyðilagt náttúruna. Slík verslun með dýr er ekki eingöngu vandamál í Kína heldur um allan heim sem leiðir ekki eingöngu af sér þjáningar fyrir blessuð dýrin heldur einnig til þess að tegundir deyja út og þá er hinn mikilvægi líffræðilegi fjölbreytileiki eyðilagður sem við mannfólkið erum háð og er bein ógn við velferð okkar um allan heim. Við megum engan tíma missa og verðum að grípa til aðgerða þegar í stað, á síðustu fjórum áratugum hefur jörðin misst 60 prósent af flokkum villtra dýra og við stöndum frammi fyrir sjöttu fjöldaútrýmingunni í sögu jarðarinnar. Síðast gerðist það þegar risaeðlunum var útrýmt fyrir 65 milljón árum síðan,“ segir Sigrid Z. Heiberg hjá norska umhverfisflokknum. 
 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...