Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki.
Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki.
Mynd / Aðalheiður Ingvarsdóttir
Fréttir 20. febrúar 2020

Umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað er í mótun

Höfundur: smh

Í kjölfar Búnaðarþings Bænda­samtaka Íslands árið 2018 var skipuð nefnd til að vinna að umhverfisstefnu fyrir íslenskan landbúnað. Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki í Húnaþingi, hefur leitt þá vinnu sem hefur að mestu farið fram síðastliðið ár.

Drög að þessari stefnu liggja fyrir og snúast þau um loftslagsmál, sjálfbærni og vistheimt – en drögin verða lögð fyrir Búnaðarþing sem verður haldið 2.–3. mars næst­komandi.

Kolefnishlutleysi, sjálfbærni og vistheimt

Ingvar segir að þremur markmiðum sé stillt fram í drögunum; kolefnis­hlutleysi árið 2030, sjálfbær nýting landbúnaðarlands árið 2030 og vist­heimt í verki á árunum 2020 til 2030.

„Landbúnaður byggir á nýtingu auðlinda náttúrunnar. Náttúruleg skilyrði ráða til lengri tíma mestu um afkomu þeirra sem landbúnað stunda. Því er það skylda gagnvart komandi kynslóðum að landbúnaður hverju sinni sé sjálfbær og gangi ekki á náttúruleg gæði. Bændur eiga ekki að sitja hjá heldur taka forystu í umræðu um loftslagsmál og önnur umhverfismál. Landbúnaðurinn á enn fremur að setja sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Þannig getur markviss umhverfisstefna orðið hvatning til bænda að búa á umhverfis­vænni hátt og taka þátt í vistbætandi verkefnum,“ segir Ingvar.

Grænt bókhald

Í því skyni að ná með skilvirkum hætti markmiðum stefnunnar er samhliða sett fram aðgerðaráætlun. Þar er lögð áhersla á að „grænu bókhaldi“ verði komið á meðal einstakra bænda og fyrir landbúnaðinn í heild. Enn fremur verður áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá land­búnaði og á framkvæmdir vegna kolefnisbindingar.

Með Ingvari sátu í nefndinni þau Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Margrét Gísladóttir, framkvæmda­stjóri Landssambands kúabænda og Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Lands­samtaka sauðfjár­bænda. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...