Umhverfisstefna landbúnaðarins
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun um ímynd íslensks landbúnaðar verði í sátt við umhverfið til framtíðar.
Setja skal fram skýra og heildræna stefnu í landbúnaðarmálum þar sem sjálfbærni verður höfð að leiðarljósi.
Markmið ályktunarinnar er að sett verði fram metnaðarfulla stefnu um ábyrgan landbúnað. Stefnu í landnýtingarmálum þar sem horft er sérstaklega til þess að ganga ekki á land en nýta auðlindir þess til að framleiða og bjóða upp á hágæða vörur. Reynt verði að draga úr neikvæðum ytri áhrifum eins og framast er unnt og renna stoðum undir þá þætti sem styðja jákvæða framleiðslu.