Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, og Erlendur Á. Garðarsson, sem hefur unnið að markaðssetningu á hrossakjöti í Japan með íslenskum hrossabændum.
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, og Erlendur Á. Garðarsson, sem hefur unnið að markaðssetningu á hrossakjöti í Japan með íslenskum hrossabændum.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. febrúar 2019

Upplýsingar liggja fyrir um hollustu og gæði hrossakjötsins

Höfundur: smh
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að ákveðin vinna sé nú í gangi til að bæta stöðu hrossakjöts á mörkuðum.  
 
Í desember síðastliðnum sögðum við hér í blaðinu frá lokaverkefni Evu Margrétar Jónudóttur, við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands, um viðhorf íslenskra neytenda gagnvart hrossakjöti og kauphegðun þeirra á slíku kjöti. Þar kom fram að hrossakjöt virðist ekki vera nógu áberandi í verslunum og vegna tilfinningaraka virðast margir ekki vilja smakka slíkt kjöt. 
 
„Það hófst markaðsátak í Japan haustið 2016 þegar mjög illa gekk að afsetja hross og er átakið enn í gangi. Í upphafi var um valda vöðva að ræða sem fluttir voru ferskir til Japans en síðan hefur verkefnið undið upp á sig og má segja að nú séu nær allir hlutar hrossaskrokksins nýttir og mikill áhugi sé fyrir því að koma folaldakjöti einnig á Japansmarkað,“ segir Sveinn um markaðsstarf íslenskra hrossabænda með kjötafurðir sínar.
 
Hollusta og gæði hrossakjöts
 
Hann segir að félagið sé ekki með beinum hætti í markaðssetningu á hrossakjöti á Íslandi en alveg sé ljóst að mikið meira megi gera og betur í markaðsmálum og í framsetningu á hrossa- og folaldakjöti. „Það liggja fyrir upplýsingar sem staðfesta hollustu og gæði hrossakjöts en mér finnst vanta upp á vöruþróun og síðan stöðugt framboð. 
 
Við ætlum afurðastöðvum, kjötvinnslum og verslunum að gera betur, það eru klárlega heilmikil tækifæri hérlendis með hrossakjötið. 
 
Auðvitað vitum við að mörgum reynist erfitt að borða hrossakjöt vegna tenginga við hestinn sem vin og félaga en það breytir því ekki að hross þarf að fella ýmissa hluta vegna og það verður ekki gert með öðrum hætti en gegnum afsetningu og úrvinnslu,“ segir Sveinn.
 
Nýting á frampartinum vandamál
 
Sendar voru fyrirspurnir til Sláturfélags Suðurlands og Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skag­firðinga varðandi hlutfall hrossa og fjölda í heildarsláturfjölda og hvað verði um það kjöt sem kemur inn til þeirra. Í svari Benedikts Benediktssonar, framleiðslustjóra Sláturfélags Suðurlands, kemur fram að hlutfall hrossa hjá þeim sé um átta prósent og folalda um fjögur prósent í heildarsláturmagni (þyngd). „Hrossin eru um 320 tonn (2.061 gripir) og folöld (1.709 gripir) um 163 tonn. Hrossin fara í þurrpylsuframleiðslu, saltkjöt og bjúgu. Mikið er selt af lærvöðvum í kjötborð. Þá flytjum við í hverri viku ferskt hrossakjöt til Sviss, um 20 hross á viku. 
 
Nýtingin á frampartinum hefur verið vandamál, en hann er fluttur út í dýrafóður á mjög lágu verði. En með honum náum við einnig að selja mikið af „aukafurðum“; lifur, þindar, hálsæðar, fitu, bein, lungu og hjörtu,“ segir Benedikt.
 
Vöðvar af folöldum á innlendan markað en vinnsluefni út
 
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, segir að á síðasta ári hafi hlutur hrossa verið rúm 101 tonn (572 gripir) og folalda rúm 52 tonn (646 gripir), samtals rúm 16,3 prósent í heildarsláturmagni (þyngd) Kjötafurðastöðvarinnar. „Við kaupum svo til viðbótar frá kjötvinnslum B. Jensen og Esju og sláturhúsinu á Hellu.
 
Vöðvar af folöldum fara á innlendan markað, en vinnsluefni á erlendan markað.“
 
Vöruþróunarverkefni í Japan
 
„Við erum í vöruþróunarverkefni með folaldakjöt til Japans, með framparta og síður í samstarfi við þarlenda kaupendur, Erlend Garðarsson og hrossabændur.
 
Varðandi kjöt af fullorðnu, þá fara lundir, hryggvöðvar og innralæri á innlendan markað. Blandaðir vöðvar á Ítalíu. Fitusprengdir vöðvar og fleiri bitar, til dæmis úr síðu og innmat, fara á Japansmarkað. 
 
Það er vöruþróun í gangi sem lýtur að framleiðslu hráfóðurs fyrir hunda. Þá erum við að skoða kaup á pökkunarvél til pökkunar á skammtaskornum steikum,“ segir Ágúst. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...