Upplýsingar liggja fyrir um hollustu og gæði hrossakjötsins
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að ákveðin vinna sé nú í gangi til að bæta stöðu hrossakjöts á mörkuðum.
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að ákveðin vinna sé nú í gangi til að bæta stöðu hrossakjöts á mörkuðum.
Í lokaverkefni við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands fjallaði Eva Margrét Jónudóttir um viðhorf íslenskra neytenda gagnvart hrossakjöti og kauphegðun þeirra á slíku kjöti. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að hrossa- og folaldakjöt virðist ekki vera nógu áberandi í verslunum...