Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu
Fréttir 11. janúar 2021

Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Til eru gögn aftur til ársins 1957 um riðutilfelli sem komið hafa upp hérlendis. Samkvæmt Sigrúnu Bjarnadóttur, sérgreinadýralækni nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun Íslands er þó erfitt að treysta á þau gögn vegna ýmissa vankanta. Í dag er að mestu stuðst við tölur frá árinu 1986 sem sýna svo ekki verður um villst að verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við sjúkdóminn frá þeim tíma. 

„Við höfum aðrar greiningaraðferðir í dag en fyrir 60 árum og tölurnar sem ná svo langt aftur er erfitt að heimfæra yfir á niðurstöður í dag. Þær hafa þó ákveðið upplýsingagildi en gagnast ekki varðandi ákvarðanatöku,“ segir Sigrún.

Bændur séu meðvitaðir um smitvarnir

Hérlendis hefur greinst oftast riðuveiki í Húna- og Skagahólfi en í líflambasöluhólfunum (Snæfells-hólfi, Vestfjarðahólfi eystra, N-Þingeyjarsýsluhluta Norð-austurhólfs og Öræfahólfi), Miðfjarðarhólfi, Eyjafjarðarhólfi, Suðaustur-landshólfi, Rangárvallahólfi og Vestmannaeyjahólfi  hefur aldrei greinst riða.  

„Það sem við sjáum frá árinu 1986 er að þá er hert á aðgerðum og við það næst þessi góði árangur. Upp úr 1978 var þetta mjög víða og jókst og leit út fyrir að myndi breiðast út um land allt. Veikin grasserar í hjörð þegar hún er einu sinni komin. Árið 1986 var sett á reglugerð um viðbrögð við riðu og ákveðið var að nota útrýmingaraðferðina við hvert staðfest smit ásamt því að leiðbeiningar voru hafðar um hreinsun. Við höfum notað grunn hennar síðan en bæst hefur við reglugerðina í gegnum tíðina. Þetta hefur skilað sér í árangri með fækkun tilfella,“ útskýrir Sigrún og segir jafnframt: – „En það hefur verið tilhneiging eftir því sem lengra líður frá riðutilfellum að þá minnkar meðvitundin hvað varðar smitvarnir, fólk gleymir sér og það verða kynslóðaskipti í búskap. Það þarf alltaf að hamra á þessu við bændur, að þeir láti vita ef kindur drepast því þá þarf að taka sýni. Það er einnig mikilvægt að bændur virði þær reglur sem eru í gildi og að þeir fái fræðslu um það því það skilar sér.“ 

Skylt efni: riða | riðutilfelli

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...