Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppskeruhorfur góðar fyrir rótargrænmeti
Mynd / smh
Fréttir 28. ágúst 2023

Uppskeruhorfur góðar fyrir rótargrænmeti

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bænda­samtökum Íslands, telur að upp­skera rótargrænmetis verði yfir meðallagi en segir að ræktendur blaðgrænmetis hafi mætt ýmsum vandamálum.

Axel segir að íslenskt grænmeti sé vinsæl vara hjá landsmönnum og nefnir því til stuðnings að uppskera síðasta árs stoppaði aldrei hjá birgjum heldur rann varan beint úr búðum, þó svo að framleiðslan hafi aukist lítillega milli ára.

„Uppskeruhorfur eru ásættanlegar, útlitið er þó bjartara hjá ræktendum rótargrænmetis - kartöflur, gulrætur og rófur - heldur en hjá ræktendum blaðgrænmetis – salat, kál og matjurta.“

Rótargrænmeti yfir meðallagi

Axel telur að uppskera á kartöflum, rófum og gulrótum verði yfir meðal- lagi í ár. „Bændur sunnanlands fengu hlýjan og sólríkan júlímánuð eftir rigningar í maí og júní. Það gerði því mönnum erfitt fyrir að setja niður í vor en kom svo að góðum notum, hve blautur jarðvegurinn var, í þurrkunum í júlí og garðarnir sveltu ekki. Þessu var öfugt farið á norður- og austurlandi þar sem vorið var gott en júlímánuður dræmari, en þeir bera sig líka vel.“

Útlitið er því gott hvað varðar uppskeru rótargrænmetis en Axel bendir á að aðaluppskerutíminn sé ekki fyrr en í september og mesti áhættutíminn sé framundan. „Það skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir kartöflur, að ekki komi næturfrost fram að uppskeru, né miklar rigningar vegna hættu á myglu.“

Vandamál við ræktun blaðgrænmetis

Ræktendur blaðgrænmetis, þá helst káltegunda, hafa hinsvegar átt við ýmis vandamál að etja.

„Hér sunnanlands var vorið blautt eftir miklar rigningar sem gerir það að verkum að skilyrðin voru ekki góð þegar byrjað var að setja niður.

Í byrjun júlí fór svo sólin að skína, sem allir voru ánægðir með til að byrja með, en svo fór að bera á þurrkum í lok júlí. Ræktendur voru misvel í stakk búnir til að takast á við þurrkana, sumir höfðu vökvunarbúnað en aðrir ekki og uppskeran verður eftir því.“

Útlit er því fyrir að uppskera blaðgrænmetis verði undir meðallagi en bændur eru þó ekki búnir að gefa upp alla von ennþá þar sem aðeins er farið að bera á vætu.

Í heildina telur Axel því að uppskeruhorfur séu ásættanlegar og vonar að íslenskir neytendur taki uppskerunni fagnandi líkt og áður.

Skylt efni: uppskera | rótargrænmeti

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...