Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Fréttir 3. júní 2016

Úr skeifusmíði í bílapartasölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Agnar Jónasson, sem margir þekkja sem skeifusmið, er nú að söðla um í starfi og opna bílapartasölu í Stykkishólmi. 
 
Agnar segist hafa orðið að hætta í skeifuframleiðslunni vegna ofnæmis. Var hann orðinn illa farinn á höndum og orðinn óvinnufær er hann gerði tilraunir með að bera á sig áburð sem unninn er úr minkafitu. Það hafi undraverð áhrif og gerði honum kleift að halda áfram skeifusmíðinni um sinn, en nú telur hann fullreynt. Hann segist hafa verið blóðrisa alla daga og óæskileg efni úr smíðinni hafi síast í gegn þótt hann hafi verið með vettlinga. 
 
„Ég er nýhættur að framleiða skeifurnar þannig að ég fór að snúa mér að öðru. Nú er ég að setja á fót bílapartasölu sem er sú eina á svæðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Hún mun heita Partasala Vesturlands. Heimasíða fyrirtækisins er að fara í loftið og ég er byrjaður að rífa 20 bíla,“ segir Agnar. Hann telur að markaður sé nægur á svæðinu enda langt að sækja í aðrar bílapartasölur.  
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...