Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Fréttir 3. júní 2016

Úr skeifusmíði í bílapartasölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Agnar Jónasson, sem margir þekkja sem skeifusmið, er nú að söðla um í starfi og opna bílapartasölu í Stykkishólmi. 
 
Agnar segist hafa orðið að hætta í skeifuframleiðslunni vegna ofnæmis. Var hann orðinn illa farinn á höndum og orðinn óvinnufær er hann gerði tilraunir með að bera á sig áburð sem unninn er úr minkafitu. Það hafi undraverð áhrif og gerði honum kleift að halda áfram skeifusmíðinni um sinn, en nú telur hann fullreynt. Hann segist hafa verið blóðrisa alla daga og óæskileg efni úr smíðinni hafi síast í gegn þótt hann hafi verið með vettlinga. 
 
„Ég er nýhættur að framleiða skeifurnar þannig að ég fór að snúa mér að öðru. Nú er ég að setja á fót bílapartasölu sem er sú eina á svæðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Hún mun heita Partasala Vesturlands. Heimasíða fyrirtækisins er að fara í loftið og ég er byrjaður að rífa 20 bíla,“ segir Agnar. Hann telur að markaður sé nægur á svæðinu enda langt að sækja í aðrar bílapartasölur.  
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...