Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úranus10081.
Úranus10081.
Fréttir 16. apríl 2018

Úranus 10081 besta nautið í árgangi 2010

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nautið Úranus 10081 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands var valið besta nautið í árgangi 2010 á fagþingi nautgripa­ræktarinnar.

Guðný Helga Björnsdóttir, for­maður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni og Hafþóri Finnbogasyni viðurkenningu af því tilefni.

Guðmundur Jóhannes­son, ábyrgðar­maður í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Úranus fyrir afhendingu verðlaunanna þar sem kom meðal annars fram að Úranus var fæddur 21. nóvember 2010 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði undan Síríus 02032 frá Leirulækjarseli og Urði 1229. Ræktendur Úranusar er Hvanneyrarbúið ehf., þá Grímshagi ehf.

Í umsögn um dætur Úranusar kemur fram að þær eru gríðarlega mjólkurlagnar en fituhlutfall í mjólk er undir meðallagi en próteinhlutfall liggur nærri því. Þetta eru stórar kýr, háfættar, boldjúpar með miklar útlögur en aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar, eilítið hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, mikil júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir en örlítið gleitt settir. Mjaltir eru frábærar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er mjög gott. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...