Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Mynd / Loren King - Unsplash
Utan úr heimi 18. nóvember 2024

Bændur búast við viðskiptastríði

Höfundur: ást

Eitt helsta kosningaloforð Donalds Trump var að hækka tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum.

Þegar hann var síðast við völd hafði sú stefna neikvæð áhrif á bandaríska bændur þar sem Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Þar í landi er stærsti markaðurinn fyrir bandarískar sojabaunir og eru Kínverjar stór kaupandi af maís. The New York Times greinir frá.

Á árunum 2018 og 2019 voru tollar á bandarískt soja hækkaðir verulega í Kína og misstu bandarískir bændur stórann hluta sinna viðskipta til starfsbræðra sinna í Brasilíu og Argentínu. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að greiða bændum bætur sem kostuðu ríkið nánast sömu upphæð og fékkst með tollum á kínverskar vörur.

Hagfræðingar hafa varað við að tollastefna Trumps geti aukið verðbólgu og hægt á hagvexti. Hagsmunasamtök bænda búa sig undir það versta með endurkomu Trumps, en samkvæmt þeim munu bandarískir sojabauna- og maísræktendur verða af þúsund milljarða króna viðskiptum á ári ef innflutningstollar í Kína verða hækkaðir upp í 60 prósent. Það muni hafa keðjuverkandi áhrif um allt hagkerfið.

Fulltrúar í kosningateymi Trumps hafa ýmist sagt að forsetinn tilvonandi muni grípa strax til tolla eða láta fyrst reyna á viðræður um viðskiptasamninga.

Skylt efni: bandaríkin

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...