Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Mynd / Josiah Nicklas
Utan úr heimi 2. desember 2024

Faraldur í Evrópu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnvöld í Evrópu hafa aukið viðbúnað vegna fjölgunar tilfella fuglaflensu.

Útbreiðsla fuglaflensu hefur aukist í byrjun vetrar þar sem villtir farfuglar bera veiruna með sér. Smitefnin geta komist í snertingu við alifugla, en í Austurríki hefur þurft að skera niður 200 þúsund fugla vegna útbreiðslu sóttarinnar á stóru búi. Herinn var kallaður til vegna umfangs aðgerðanna, en koma þurfti upp sótthreinsilaugum til þess að hreinsa vinnuvélar og tæki á búinu. Frá þessu greinir Poultry World.

Í Frakklandi hefur verið greint frá sex tilfellum fuglaflensu á alifuglabúum, tveimur hjá fuglum í haldi og hefur sóttin greinst hjá tíu villtum fuglum sem hafa drepist. Frönsk stjórnvöld hafa þrýst á bólusetningu alifugla, en veiran hefur samt sem áður greinst á tveimur búum þar sem fuglarnir hafa verið sprautaðir.

Í byrjun nóvember greindist fuglaflensa á bresku kjúklingabúi með 20.000 fuglum. Það er fyrsta tilfelli flensunnar í alifuglarækt þar í landi síðan í febrúar á þessu ári. Breskir alifuglabændur eru hvattir til að grípa til aðgerða til þess að verja fuglana sína. Talið er mjög líklegt að villtir fuglar verði fyrir barðinu á veikinni en á fuglabúum þar sem sóttvarnir eru í lagi er áhættan lítil.

Faraldurinn er sérstaklega skæður í Ungverjalandi, en þar var greint frá 30 tilfellum í fyrstu viku nóvembermánaðar. Flest tilfellin voru hjá foie-gras framleiðendum með endur eða gæsir í sunnanverðu og austanverðu landinu.

Skylt efni: fuglaflensa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...