Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Algeng smitleið fuglaflensu er þegar ránfuglar gæða sér á hræjum af sýktum fuglum.
Algeng smitleið fuglaflensu er þegar ránfuglar gæða sér á hræjum af sýktum fuglum.
Mynd / Óskar Andri
Utan úr heimi 17. janúar 2024

Fólk með fuglaflensu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skæð fuglaflensa hefur orðið milljörðum fugla að aldurtila á árinu 2023. Samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) olli fuglaflensa einnig veikindum 19 manna í átta löndum árin 2022 og 2023.

Í níu tilfella var um alvarleg veikindi að ræða og leiddi fuglaflensa fimm til dauða. Einkenni þriggja einstaklinga voru væg og sjö voru einkennalaus. Samkvæmt skýrslu CDC höfðu einstaklingarnir í flestöllum tilfellum verið í návígi við sjúka eða dauða fugla.

Sundurliðun tilfella

Í skýrslunni má finna sundurliðun tilfellanna. Sex manneskjur greindust í Kambódíu, tvö í febrúar, tvö í október og tvö í nóvember árið 2023. Fjögur þeirra létust. Í Bretlandi komu upp fimm tilfelli, öll einkennalaus. Í Kína hafa tveir einstaklingar greinst, í september 2022 og janúar 2023.

Annar þeirra lést en ekki er vitað um afdrif hins. Tvö tilfelli hafa komið upp á Spáni, hjá starfsmönnum alifuglabús en báðir voru þeir einkennalausir. Í einu tilfelli í Víetnam lifði einstak- lingurinn alvarleg veikindi af. Eins veiktist einn alvarlega í Chile í mars árið 2023 en lifði af. Eitt tilfelli af alvarlegum einkennum sjúkdómsins greindist í Ekvador í desember 2022. Eitt einkenni hefur þá komið upp í Bandaríkjunum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að frá því að CDC hóf skráningu á tilfellum skæðrar fuglaflensu árið 1997 hafa 902 tilfelli verið tilkynnt um smit í mönnum. Tilfellin ná til 22 landa og er dánarhlutfall tilfella meira en fimmtíu prósent.

Fylgst með fuglaflensu á Íslandi

Skæð fuglaflensa hefur verið greind og náð útbreiðslu bæði í framleiðsluhúsum alifugla, á fjölskyldubúgörðum, í bakgörðum sem og meðal villtra fugla. Skýrsla CDC segir að að minnsta kosti 77,8 milljón fugla hafi smitast í Bandaríkjunum og fari fjölgandi.

Fuglaflensan hefur einnig greinst í allmörgum spendýrum og nýjasta dæmi þess er ísbjörn í Alaska sem nýlega drapst úr þessum skæða smitsjúkdómi.

Á Íslandi hefur skæð fuglaflensa hefur greinst í villtum fuglum um allt land. Frá því í mars 2022 hafa verið í gildi hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og fylgist Matvælastofnun með tilfellum hér á landi, m.a. með því að bregðast við ábendingum um dauða fugla sem finnast á víðavangi.

Skylt efni: fuglaflensa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...