Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ástand Amason skánar.
Ástand Amason skánar.
Mynd / P.M.
Utan úr heimi 19. janúar 2024

Fréttir um árangur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Margt gott og jákvætt gerðist í veröldinni á síðasta ári þrátt fyrir að fregnir af því sem miður fer séu jafnan mest áberandi í umræðunni.

Upplýsingaveitan FutureCrunch birti nýverið samantekt um jákvæðan árangur í heimi okkar á síðasta ári og er hér stiklað á fáeinum þeirra.

Samtökin The Ocean Cleanup fjarlægðu 8 milljónir kílóa af rusli úr höfunum. Þá hefur samfélagsverkefni Sungai Watch í Indónesíu hrundið af stað plasthreinsunarbylgju þar í landi og fjarlægðar voru um 1,6 milljónir kílóa plastúrgangs úr ám þar á árinu. Íbúar Ekvador ákváðu í kosningum að verja hinn dýrmæta Amason-skóg og stöðva olíuboranir í þágu náttúruverndar. Þá fagna Brasilíumenn 66% samdrætti í eyðingu Amason- svæðisins.

Miklar framfarir urðu í rannsóknum á sjúkdómum og meðferð og víða tókst að útrýma landlægum smitsjúkdómum. Áherslur Kínverja á endurnýjanlega orku hafa leitt til umtalsverðrar minnkunar þeirra í kolefnislosun. Hollenska sprotafyrirtækið Arctic Reflections hefur komið fram með mögulega aðferð til að þykkja heimskautaísinn og forða honum frá bráðnun.

Í fyrra voru um 3,8 milljarðar trjáa gróðursettir á heimsvísu, þar af 4,2 milljónir trjáa fyrir tilstuðlan Life Terra í Evrópu, með þátttöku 73.000 almennra borgara.

Sjá nánar á FutureCrunch.com

Skylt efni: amason

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...