Hafrar betri en bygg
Sænsk rannsókn, sem sagt var frá í Journal of Dairy Science, sýndi fram á að kýr sem fá hafra mjólka meira en kýr sem fá bygg.
Gerð var rannsókn á 16 rauðum sænskum kúm og þeim var skipt í fjóra hópa. Einn hópur fékk bygg, annar fékk hafrana beint og ómeðhöndlaða, þriðji fékk hafrana hálf afhýdda og sjá fjórði hafra sem voru að fullu afhýddir. Afhýðing á höfrum fer m.a. þannig fram að þeir eru sogaðir inn í gúmmítromlu sem snýst mjög hratt og hýðið splundrast við það af þeim. Oft þarf að endurtaka þetta ferli til að ná að fullu að afhýða hafrana. Auk hafranna og byggsins fengu kýrnar bæði vothey og önnur fóðurbætandi efni eftir þörfum.
Niðurstaðan sýndi að kýr sem fengu hafra mjólkuðu meira, einnig mælt sem OLM, en kýrnar sem fengu byggið. Enginn munur var á hópunum eftir því hvernig hafrarnir voru unnir og benda niðurstöðurnar til þess að hafra megi gefa kúm beint og án forvinnslu.