Norðmenn borða kjöt
Ný könnun sýnir að 96 prósent Norðmanna borða kjöt, sem er svipað hlutfall og hefur verið undanfarin tíu til fimmtán ár.
Í könnuninni kemur fram að sjö prósent norsku þjóðarinnar skilgreinir sig sem sveigjanlegar grænmetisætur (n. fleksitarian) sem leyfa sér að borða kjötmeti við ákveðnar aðstæður.
Einungis fjögur prósent lætur kjötbita aldrei inn fyrir sínar varir. Ungt fólk sýnir grænmetisfæði meiri áhuga en þeir sem yngri eru. Þrátt fyrir þetta borða hinar yngri kynslóðir meira kjöt en þær eldri. Frá þessu greinir Landbruk 24.
Í sömu könnun var fólk innt eftir hvaða nýju fæðutegundir það vildi prufa. 46 prósent segjast vilja prufa þörunga, 29 prósent myndu borða skordýr, 24 prósent vilja borða kjöt framleitt á rannsóknarstofu og 22 prósent segjast sátt við að borða erfðabreytta fæðu.