Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Skýringarmynd af þrívíðri prentun taugavefja. Lífefni, lifandi frumur og raðstjórnun eru helstu þættir lífprentunar.
Skýringarmynd af þrívíðri prentun taugavefja. Lífefni, lifandi frumur og raðstjórnun eru helstu þættir lífprentunar.
Mynd / ResearchGate
Utan úr heimi 14. maí 2024

Þrívíddarprentaður heilavefur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vísindamenn hafa þróað þrívíða lífprentun sem formar virkan mennskan taugavef.

Greint er frá því í Scientific European að stofnfrumur í þrívíddarprentuðum vefjum vaxi og myndi taugahringrásir og stafrænar tengingar við aðrar taugafrumur. Þannig líki þær eftir náttúrulegum heilavef. Slíka lífprentaða taugavefi sé hægt að nota til að búa til líkan af sjúkdómum í mönnum, svo sem Alzheimer, Parkinsons o.fl., sem orsakist af skerðingu á taugakerfi. Segja vísindamennirnir að allar rannsóknir á heilasjúkdómum krefjist aukins skilnings á virkni taugakerfa manna.

Þrívíð lífprentun er ferli þar sem náttúrulegu eða tilbúnu lífefni (e. bioink) er blandað saman við lifandi frumur og prentað, lag fyrir lag, í náttúrulega vefi líkt og í þrívíddarbyggingu. Frumurnar vaxa í lífblekinu og hið prentaða þróast þannig í átt að því að líkja eftir náttúrulegum vefjum eða líffærum.

Mennskur taugavefur hefur áður verið þrívíddarprentaður með stofnfrumum en þá vantaði m.a. tauganetsmyndun sem nú hefur verið leyst með því að stafla prentuðum lögum ekki lóðrétt heldur lárétt, sem sagt er gera gæfumuninn.

Þetta þykir áhugaverð framför fyrir rannsóknir á taugakerfi manna. Dýrarannsóknir séu t.d. takmarkandi vegna tegundasértæks mismunar. Segir Scientific European að þessar nýju uppgötvanir geti markað tímamót í að skilja betur hvernig heilasjúkdómar myndist í mönnum og stuðlað að þróun virkra meðferða til að vinna bug á þeim.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...