Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Yfirvofandi mjólkurskortur
Utan úr heimi 30. janúar 2024

Yfirvofandi mjólkurskortur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið Tine í Noregi hefur boðað innflutning á mjólk. Allt stefnir í að innlend framleiðsla verði fimmtán milljón lítrum undir áætlaðri neyslu fyrstu þrjá mánuði ársins.

Ástæðan fyrir skortinum er minni mjólkurframleiðsla en spár gerðu ráð fyrir. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að greiðslumark í landinu hafi verið aukið. Nokkrar deilur hafa kviknað vegna málsins í Noregi og er mjólkursamlagið gagnrýnt fyrir ónóga upplýsingagjöf. Hefði fyrr verið ljóst í hvað stefndi telja bændur að þeir hefðu getað brugðist við með aukinni framleiðslu.

Landbúnaðarráðuneytið í Noregi hefur skorist í leikinn með því að lækka innflutningstolla á mjólkurduft tímabundið til þess að halda verði á mjólkurvörum óbreyttu. Með því á að anna eftirspurn og verður duftinu blandað út í framleiðsluvörur í allt að þrjú prósent hlutföllum. Þegar kemur að mjólkurskorti hefur framleiðsla á fljótandi vörum og ostum forgang, á meðan framleiðsla á mjólkurdufti fyrir iðnað verður látin mæta afgangi.

Tine hefur sent út fréttatilkynningu þar sem mjólkursamlagið segist munu halda neytendum upplýstum um hvaða mjólkurvörur geti innihaldið innflutt mjólkurduft. Undanþága hefur fengist til að selja vörur í umbúðum með Nyt Norge merkið, sem er sambærilegt Íslenskt staðfest vottuninni, þrátt fyrir að varan innihaldi að hluta erlenda mjólk.

Ekki verði hægt að merkja hvert einasta ílát, en mjólkursamlagið mun leitast eftir að upplýsingarnar verði sjáanlegar í verslunum. Tine telur upp nokkrar mismunandi tegundir af jógúrti sem verða fyrir áhrifum. Að auki við mjólkurskort stefnir allt í að norsk eggjaframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn.

Skylt efni: Noregur | mjólkurskortur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...