Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist
Fréttir 6. október 2017

Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ef horft er til árangurs Íslendinga í aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi er hún mikil hvað varðar verðmætar tegundir eins og þorsks.

Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kíló, 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þótt aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981. Þetta kom fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur, sviðsstjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, á ráðherrafundi í tengslum við World Seafood Congress sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu.

Verð fremur en magn

Árið 2016 öfluðu Íslendingar alls einnar milljón og 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 576 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kíló af sjávarafurðum fékkst 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.

Þorskurinn verðmætur

Árangurinn er enn meiri sé litið sérstaklega til verðmætustu tegundarinnar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar, 343,59 íslenskar krónur, á kíló sem er 4,6 sinnum meira en árið 1981.

Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þrátt fyrir að þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981.

Skylt efni: útflutningur | þorskur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...