Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist
Fréttir 6. október 2017

Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ef horft er til árangurs Íslendinga í aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi er hún mikil hvað varðar verðmætar tegundir eins og þorsks.

Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kíló, 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þótt aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981. Þetta kom fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur, sviðsstjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, á ráðherrafundi í tengslum við World Seafood Congress sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu.

Verð fremur en magn

Árið 2016 öfluðu Íslendingar alls einnar milljón og 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 576 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kíló af sjávarafurðum fékkst 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.

Þorskurinn verðmætur

Árangurinn er enn meiri sé litið sérstaklega til verðmætustu tegundarinnar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar, 343,59 íslenskar krónur, á kíló sem er 4,6 sinnum meira en árið 1981.

Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þrátt fyrir að þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981.

Skylt efni: útflutningur | þorskur

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...