Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist
Fréttir 6. október 2017

Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ef horft er til árangurs Íslendinga í aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi er hún mikil hvað varðar verðmætar tegundir eins og þorsks.

Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kíló, 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þótt aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981. Þetta kom fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur, sviðsstjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, á ráðherrafundi í tengslum við World Seafood Congress sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu.

Verð fremur en magn

Árið 2016 öfluðu Íslendingar alls einnar milljón og 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 576 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kíló af sjávarafurðum fékkst 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.

Þorskurinn verðmætur

Árangurinn er enn meiri sé litið sérstaklega til verðmætustu tegundarinnar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar, 343,59 íslenskar krónur, á kíló sem er 4,6 sinnum meira en árið 1981.

Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þrátt fyrir að þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981.

Skylt efni: útflutningur | þorskur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...