Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Fréttir 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði Eurasian Economic Union, eða tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Armeníu og Kirgisistans.

Matvælastofnun hefur það hlutverk að gera úttektir á starfsstöðvum sem hafa leyfi til að stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði bandalagsins til að tryggja að þær uppfylli reglur tollabandalagsins.

Á heimasíðu Mast segir að þær kröfur sem tollabandalagið gerir til fyrirtækja sem flytja matvæli til fyrrnefndra landa séu ekki að öllu leyti þær sömu og Matvælastofnun tekur út í reglubundnu eftirliti sínu samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli. Úttektir með sértækum kröfum tollabandalagsins koma því til viðbótar við reglubundið eftirlit stofnunarinnar.

Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau vilja undirgangast þessar sértæku kröfur tollabandalagsins og úttektir Matvælastofnunar til að staðfesta að þær séu uppfylltar. Ljóst er að nokkur kostnaður fellur til við þessar úttektir sem greiðist af hlutaðeigandi fyrirtækjum. Kostnaður við úttektir og önnur verkefni ræðst af stærð starfsstöðva, eðli starfsemi og hversu vel starfsstöðvar uppfylla sértækar kröfur.

Til stendur að hefja úttektir hjá þeim starfsstöðvum sem eru á lista tollabandalagsins á þessu ári og að búið verði að ljúka úttektum hjá öllum starfsstöðvum fyrir árslok 2021. Nauðsynlegt er að forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem vilja fá úttekt staðfesti slíkt með því að fylla út eyðublað þess efnis í þjónustugátt Matvælastofnunar.

Matvælastofnun mun skipuleggja úttektirnar í samvinnu við hlutaðeigandi fyrirtæki. Matvælastofnun ábyrgist ekki að heimild fáist til útflutnings á markaðssvæði tollabandalagsins, endanleg ákvörðun um slíkt er í höndum fulltrúa tollabandalagsins.

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...