Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vangreiddar stuðningsgreiðslur viðurkenndar
Fréttir 21. mars 2024

Vangreiddar stuðningsgreiðslur viðurkenndar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bótaréttur nokkurra sauðfjárbænda hefur verið viðurkenndur eftir að þeir höfðuðu mál gegn stjórnvöldum þar sem krafist var leiðréttinga á stuðningsgreiðslum vegna ullarinnleggs á árinu 2017. Talið er að málið hafi fordæmisgildi fyrir aðra 1.600 bændur.

Forsagan er sú að bændurnir töldu sig hafa verið hlunnfarna um stuðningsgreiðslur á tilteknu tímabili vegna ákvörðunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að breyta uppgjörstímabili greiðslna til sauðfjárbænda fyrir ullarinnlegg á árinu 2017. Um 1.600 aðrir sauðfjárbændur eru í sömu stöðu og er talið að þeim hafi samtals verið vangreitt sem nemur rúmlega 200 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að hæstu kröfurnar séu yfir ein milljón króna á verðlagi ársins 2017.

Umrætt tímabil var frá 1. nóvember 2016 til og með 31. desember 2017 og höfðuðu bændurnir málið í kjölfarið á hagstæðu áliti umboðsmanns Alþingis í mars 2019.

Breytingin á tímabilinu fólst í því að uppgjörstímabilið var lengt úr 12 mánuðum í 14 mánuði. Bændurnir töldu sig hafa orðið af greiðslum vegna þess að breytingin hefði haft þau áhrif að greiðslur fyrir hvert innlagt kíló ullar hefðu orðið umtalsvert lægri en ella þar sem umsamin heildarfjárhæð samkvæmt búvörusamningi hefði skipst niður á meira magn ullar en áður vegna lengra innleggstímabils. Þá hefði breytingin verið gerð með reglugerð sem hefði ekki verið birt fyrr en um tveimur mánuðum eftir að uppgjörstímabili samkvæmt eldri reglugerð lauk.

Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði ekki haft lagalega heimild til að breyta uppgjörstímabilinu með þeim hætti sem gert var og slíkar breytingar hefði ekki mátt leiða af ákvæðum búvörusamnings. Einnig beindi umboðsmaður þeim tilmælum til ráðherra að rétta hlut bæði þess sem kvartaði og annarra framleiðenda ullar sem lögðu inn ull á tímabilinu. Réttarsátt var gerð við íslensk stjórnvöld í lok nóvember sl. og telja Bændasamtök Íslands að sú sátt og fyrri yfirlýsingar stjórnvalda í málinu feli í sér viðurkenningu á rétti annarra bænda til leiðréttingar. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að það séu vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki brugðist við og gert upp við allan hópinn á sama grundvelli og gert var við þá bændur sem stóðu að réttarsáttinni.

„Jafnframt því að greina stöðuna hefur lögmaður samtakanna átt í viðræðum við ríkislögmann um næstu skref í málinu og hafa þær viðræður skilað því að ófyrndar kröfur félagsmanna vegna þessara greiðslna munu ekki fyrnast verði höfðað mál fyrir 7. júní nk. Þetta samkomulag við ríkislögmann felur ekki í sér neina viðurkenningu af hálfu ríkisvaldsins en gefur andrými til að vinna málið vel. Viðræður við ríkislögmann halda áfram og verður allt kapp lagt á að ná sátt í málinu. Náist sú niðurstaða ekki eru málaferli óumflýjanleg. Málaferli eru varla fyrsti kostur fyrir stjórnvöld í málinu þar sem slíkt myndi valda miklum kostnaði fyrir dómskerfið enda þyrfti að höfða á annað þúsund mál, nema sátt náist við ríkislögmann um að höfða prófmál“, segir á vefnum.

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...